Morgunn - 01.12.1931, Blaðsíða 78
204
MORÖUNN
um það, sem á undan var gengið, fyr en nokkrum dögum
seinna.
5. janúar 1931, er eg var nýháttuð, segir Katrín við
mig: »Reyndu, elskan mín, að hafa hugann vel við það,
sem þú ert að gera á saumastofunni; . þú þarft eins mikið
að hugsa um það hennar vegna, eins ög þín, þvi að hana
langar svo innilega til að hjálpa þér.«
Nokkrurn dögum seinna segir hún: »Þó að þú sért
stundum þunglynd, elskan mín, þá skaltu reyna að láta
sem minst bera á því hjá kennara þínum; henni þykir það
verra; það veit heldur enginn inn í annars hug; þegar þú
mögulega getur, þá vertu glaðleg í nærveru hennar.«
12. apríl 1931 lá eg vakandi í rúminu kl. 6'/2 árdegis.
Þá hvíslar Katrín að mér: »Nú áttu eftir að lifa 33 ár til.«
Miðilsfundur 23. april 1931.
(Birt með leyfi E. Kvarans.)
Mig hefir lengi langað til að komast að á miðilsfundi,
til að vita, hvort miðillinn sæi eða heyrði nokkuð í kring-
um mig, og loks komst eg að hjá Einari H. Kvaran á 1.
sumardag. Hann hafði þá skygnimiðil, en ekki raddamiðil.
Miðillinn var frú Guðrún Guðmundsdóttir. Fundurinn var
heima í húsi Kvarans og hann sátu Kvaranshjónin og inni-
stúlka þeirra, maður miðilsins og tvær stúlkur auk mín.
Fyrst lýsti miðillinn íjórum verum hjá þeirri elztu okkar
þriggja gesta. Þá varð ofurlitið hlé og þögn hjá miðlinum.
Á meðan kemur pabbi og hvíslar að sjálfri mér: »Nú er
Katrín alveg að koma, og svo ætla eg að reyna að kom-
ast að á eftir, ef eg mögulega get.« Þetta talaði pabbi svo
hratt, að eg hefi vart tungutak til að leika það eftir. Rétt
þegar hann sleppir síðasta orðinu, hreyfir miðillinn sig í
sætinu og segir: »Það stendur kona við vinstri öxlina á
stúlkunni, sem situr næst honum Sveinbirni, manninum
minum.« Þar sat eg. »Þessi kona er lág vexti og nokkuð