Morgunn - 01.12.1931, Page 79
M 0 E G U N N
205
holdug; hún gengur á peysufötuin; hún er toginleit, með
blómlegar kinnar, hátt og hvelft enni, skoljarpt hár, skift
yfir miðju enni; augun eru blágrá og ljómandi falleg; hún
hefir sérlega liprar og fallegar hendur; hún hefir ekki unn-
ið erfiðisvinnu; hendurnar eru svo fallegar og liprar, að
það er eins og hún hafi spilað á hljóðfæri eða þvíumlíkt;
hún hefir aldrei sungið hátt, en oft raulað fyrir munni sér,
þegar hún gekk um eða var við vinnu sína; hún hefir ver-
ið glaðleg, frjálsleg og létt í öllum hreyfingum; hún hefir
svo gáfuleg og falleg augu; hún hefir vérið gáfuð þessi
kona, en hvað hún kemur frjálsmannlega fyrir; hún hefir
svo sérlega falleg augu; t. d. þegar hún horfir út um
glugga, þá verður augnaráðið svo draumkent; það lýsir
svo mikilli þrá, það lýsir svo mikilli lífsþrá.
»Þessi kona hefir annaðhvort verið náið skyldmenni
yðar eða í mikilli vináttu við yður, því að hún hallar sér
svo innilega upp að yður. Þessi kona hefir haft einstak-
lega mikinn fegurðarsmekk, hún hugsar svo mikið um alt,
sem fagurt er, og alia fagra hluti. Þarna sýnir hún mér
hvítan dúk, sem hún er að sauma; hún hefir saumað og
heklað mikið; hún hefir saumað föt líka.«
Þegar hér var komið lýsingunni, fékk eg alt í einu
sterkan straum í gegnum mig; fanst mér líkast því sem
rafmagnsstraumur færi beint niður í koll mér og færi
snögt gegnum mig alla og niður i fætur, svo að mér lá
snöggvast við skjálfta. Þá byrjar miðillinn að kalla hástöf-
um; »Mamma, mamma, því kemur þú aldrei að tala við
mig, mamma, o. s. frv.«. Þessi vera nefndi sig Svanhildi;
henni var lofað því, að hún skyldi fá að tala við mömmu
sína á næsta fundi, og fór hún þá. Nokkra stund á eftir
var miðillinn alveg máttlaus, sagði að þessi vera hefði
tekið svo mikinn kraft frá sér; og þennan sterka straum
fékk eg við það, að hún ruddi sér til rúms hjá okkur
Katrínu.
Þegar miðillinn jafnaði sig aftur, segir hún: »Konan,
sem stóð hjá yður áðau, er komin aftur; hún hefir fengið