Morgunn


Morgunn - 01.12.1939, Blaðsíða 8

Morgunn - 01.12.1939, Blaðsíða 8
134 M O R G U N N það ekki einkennilegt, að við skulum alltaf hafa haldið, að englarnir hefðu vængi, en það er ekki rétt, þeir hafa enga vængi“. Lúlú svaraði: „Víst hljóta þeir að hafa vængi. Hvernig gætu þeir annars flogið frá himnum?“ „Þeir fljúga ekki“, svaraði Daisy, „þeir koma bara“. Þeg- ar ég spurði hana, hvernig hún sæi englana, svaraði hún: „Ég sé þá ekki alltaf, en þegar ég sé þá, er eins og vegg- irnir hverfi og ég sjái óralangt í burtu. Þið gætuð ekki einu sinni talið þá; sumir eru nálægt mér og ég þekki þá, en aðra hef ég aldrei séð áður“. Ég sat við sængina og hélt í hönd hennar, þá horfði hún á mig löngunarfullum augum og sagði: „Elsku mamma, ég vildi að þú gætir séð Allie, hann stendur hjá Þér. Hann segir, að þú getir ekki séð hann vegna þess að andlegu augun þín séu lokuð, en að ég geti séð hann vegna þess að líkami minn haldi andanum að eins með mjó- um þræði“. „Hvernig talar þú við hann? Þú hreyfir ekki varirnar“, spurði ég. „Við tölumst við í huganum“, var svarið. Ég spurði um klæðnað Allie litla, og hún svaraði: „Hann er ekki í fötum eins og við. Það er eitthvað hvítt og fallegt, eitthvað þunnt og glitrandi utan um hann“. Hún minntist oft á dauðann, kveið honum ekki, en hlakk- aði til framhaldslífsins. Morguninn, sem hún andaðist um kvöldið, bað hún um spegil. Ég hikaði við að lána henni hann, því að ég hélt að henni mundi bregða að sjá tærða andlitið sitt, en faðir hennar vildi láta að ósk henn- ar. Hún tók við speglinum, horfði um stund raunalega á mynd sína og sagði: „Þessi líkami minn er útslitinn eins og gamli kjóllinn hennar mömmu, sem hangir í fataklef- anum. Hún er ekki í honum lengur og bráðum verð ég ekki í þessum líkama lengur, ég hef fengið nýjan, andlegan líkama, sem kemur í hans stað. Þið munuð leggja þennan líkama minn í gröfina, því að ég þarf hans þá ekki lengur, hann var gerður fyrir líf mitt hér og nú er því bráðum lokið------------ og ég fæ fallegan líkama, eins og Allie“- Þá sagði hún við mig: „Opnaðu gluggahlerana, mamma,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.