Morgunn


Morgunn - 01.12.1939, Síða 43

Morgunn - 01.12.1939, Síða 43
MORGUNN 169 um lit. Grasið er að fölna og blómskrúð sumarsins er óðum að hverfa. Sóleyjarnar og Baldui'sbrárnar, sem glöddu augu vor á þessu yndislega sumri, eru horfnar, og fíflarnir eru orðnir að gráhærðum biðukollum, sem hírna hér og þar með feigðarsvip og bíða þess að haustvindarnir beri þá einhvern daginn til moldar. Hvar sem vér litumst um úti í náttúrunni, sjáum vér mei’ki um tóma visnun og dauða. — Það er ekki laust við nú, þegar vér stöndum andspænis allri þessari hrörnun og dauðamerkjum, að oss finnist guð- spjall dagsins verða eins og ofurlítið hjáróma. — í fljótu bragði virðist oss, sem pi’édikun um upprisuna cg lífið hefði átt betur við á einhverjum sunnudegi vorsins. En oss virðist þetta aðeins í bili. Við nánari athugun hljótum vér að játa, að guðspjall dagsins á vel við árstím- ann. Því hvenær hafa mennirnir meiri þörf fyrir boðskap- inn um upprisuna og lífið en einmitt þá, er þeir standa andspænis forgengileikanum og dauðanum. Ritningarorðin, sem ég las áðan, herma frá komu Jesú til Betaníu; en þar hafði dauðinn þá fyi’ir fáum dögum höggvið skarð í hóp þriggja systkina, sem tilheyrðu nán- asta ástvinahóp Jesú. Bróðirinn, Lazarus, var dáinn, og textinn hermir frá því, er önnur systir hins látna er að leita hjálpar og huggunar hjá Jesú. „Herra, ef þú hefðir verið hér, væri bróðir minn ekki dáinn. En nú veit ég líka, að hvað, sem þú biður guð um, það mun guð veita þér“. — Hversu óbifanlegt öryggi og trúnaðarti'aust kemur fi'am í þessum orðum. Það leynir sér ekki, að Marta hefir ekki einungis óbifanlega trú á lækningamætti Jesú, heldur sér hún í honum sjálfan sigurvegara dauðans. — Það liggur utan við texta þessa dags, að ræða um máttarverkið, sem sagt er frá hér rétt á eftir. — Það, sem ég ætla að tala um við yður, er svarið, sem textinn hermir frá að Jesús hafi gefið Mörtu. — Þetta svar: „Ég er upprisan og lífið; sá, sem trúir á mig, mun lifa þótt hann deyi. Og hver sem lifir og trúir á mig, hann skal aldrei að eilífu deyja“.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.