Morgunn


Morgunn - 01.12.1939, Blaðsíða 61

Morgunn - 01.12.1939, Blaðsíða 61
MORGUNN 187 Sá maður, sem ekki kannast við Guð og sál hans er aldrei upplýst af dýrðlegu ljósi kærleika Guðs, getur ekki fundið neitt fullnægjandi svar við djúpum ráðgátum tilverunnar, sem þrýsta sér inn á hvern alvarlega hugsandi mann til úr- lausnar — hversu mikið, sem hann stritast við að leysa þær með eigin vitsmunum og hversu gáfaður, sem hann er. En eins og segulnálin snýst að heimsskautinu, þannig snýr sálin sér undir áhrifum guðlegs kærleika til hins himneska föður og hlýðir rödd hans. Þá hverfa efasemdir og órói, sem á hann sóttu, meðan hann hafði ekki aðra leið- sögn á að treysta en sína eigin skynsemi. Hann er um- vafinn friði og allur ótti á brott. Hann finnur að vizka, miklu æðri en hans eigin vitsmunir, er í ráðum með hon- um og að honum er að opinberast það, sem hann hefur þráð að vita, það, sem eitt og ekkert annað getur veitt honum hugarrósemi. Hann kemst að raun um, að Guð er vissulega til og Guð stýrir fótmálum hans. Maðurinn verður að hætta sínum eigin heilabrotum til þess að hann öðlist það hugarfar, sem gjörir hann mót- tækilegan fyrir þjónustu englanna, og sál hans komist í samfélag við skapara hans. Hann verður að viðurkenna eigin vanmátt sinn til þess að finna, hvers sál hans þarfn- ast. Hann verður að láta eftir þeirri tilhneigingu til bænar, sem öllum mönnum er í brjóst borin, hann verður að biðja um hjálp. Hvort það er með orðum eða í orðlausri þrá hjartans, skiptir ekki miklu, að eins að það sé í einlægni. Bænin er hið mikla meðal til að hreinsa sálina af öllu því, sem aftrar henni frá að hlýða rödd Guðs. Með bæninni berst hann inn í þá þögn, þar sem allt misræmi hljóðnar. Þar á hann í lotning og auðmýkt að bíða eftir svarinu við bæn sinni. Það á ekki að vænta þess í líkamlegri eða áþreifanlegri mynd, né í heyranlegum orðum , heldur í þeim hugsunum og tilfinningum, sem þrýsta sér í hug hans. Því að það er á þeim stundum, að manninum birtist sá sannleikur, sem gjörir hann frjálsan — frjálsan af öllum ótta í hans mörgu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.