Morgunn


Morgunn - 01.12.1939, Blaðsíða 46

Morgunn - 01.12.1939, Blaðsíða 46
172 MORGUNN ákvarðandi um daglega breytni einstaklingsins. — Nú á tímum er aftur á móti líkast því, sem þorra kristinna manna finnist þetta málefni sér ekki meira viðkomandi en svo, að það sé naumast eyðandi fáeinum tómstundum heillar æfi í það, að afla sér þekkingar á því, hvort boð- skapur Jesú Krists um það efni hafi verið sannur. — Er hægt að hugsa sér meira fyrirhyggjuleysi en það, sem lýsir sér í slíkri afstöðu til þvílíks máls? Er hægt að drýgja meiri fásinnu en þá, að láta vera að gera það að alvarlegu íhugunar- og rannsóknarefni, hvort þetta jarðlíf mannsins muni vera hans einasta líf, eða hvort það sé að eins stuttur en afar-þýðingarmikill áfangi á leið ódauðlegrar sálar hans í gegnum endalausa tilveru? — Eg veit, að meðal yðar, kæru áheyrendur, muni vera einhverjir, sem mundu nú vilja spyrja, hvar hægt sé að afla sér þekkingar á því, hvort boðskapur Jesú Krists um framhaldslífið hafi reynzt sannur. — Þekkingar á þessu er fyrst og fremst hægt að afla sér með því að lesa Nýja- testamentið. Þar liggur fyrir skriflegur vitnisburður um það, að Jesús hafi eftir líkamsdauða sinn, hvað eftir ann- að, birzt nánustu lærisveinum sínum — stundum heilum hópum í senn. Sumt af þessum vitnisburði er skráð af þeim mönnum sjálfum, sem sáu Jesú og töluðu við hann eftir andlát hans, og sumt er skráð fám áratugum síðar af samtíðarmönnum sjónarvottanna. — Frásagnir Nýja- testamentisins um þessa atburði hafa yfir sér svo sterkan sannindablæ, að það þarf mikla tortryggni til að ætla, að þar sé frá nokkru skýrt gegn betri vitund — enda felur líka líf frumsafnaðar kristninnar í sér sálfræðilega sönnun fyrir því, að það var ekki borið uppi af tómri ímyndun eða trú, heldur af öruggri sannfæringu manna, sem töldu sig hafa fengið áþreifanlega vissu fyrir framhaldslífinu. En nítján aldir er langur tími, og margir eru svo gerðir, að jafnvel sögulega sannaðir atburðir missa áhrifamátt sinn gagnvart þeim, ef mjög langt er síðan þeir atburðir gerðust. — Þeim yðar, sem svo er ástatt um, vil ég benda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.