Morgunn


Morgunn - 01.12.1939, Blaðsíða 50

Morgunn - 01.12.1939, Blaðsíða 50
176 MORGUNN staðið á lægra vitsmuna- og siðgæðisstigi en fullkomnustu verurnar, sem hann hefir skapað. Rétt skilinn, er líka fjarri því, að texti vor gefi röngum hugmyndum um framhaldslífið undir fótinn. Því að orð Jesú eru á þessa leið: „Hver sem lifir og trúir á mig, hann skal aldrei að eilífu deyja“. — Það er: hver sá, sem geng- ur á vegum lífsins, á vegum vaxtarins, réttlætisins og kær- leikans — og trúir á Jesú — það er: tileinkar sér hið heilaga lífsviðhorf hans, sá skal um alla eilífð vera undan- þeginn andlegri visnun og dauða. Það er þessi boðskapur um framhaldslífið, sem texti vor felur í sér. — Og sá boðskapur er líka í fullu samræmi við þær kenningar Jesú, sem er að finna annars staðar í Nýjatestamentinu. í fjölda mörgum stöðum í guðspjöllun- um, einkum þeim, sem elzt eru og geyma kenningar Jesú Krists ómengaðastar, má sjá, að Jesús leggur jafnan, þá er hann ræðir um viðhorfið til framhaldslífsins, höfuð- áherzluna á hugarfar mannsins og breytni: „Sælir eru þeir, sem hungrar og þyrstir eftir réttlætinu, því að þeir munu saddir verða. Sælir eru miskunnsamir, því að þeim mun miskunnað verða. Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu guð sjá“, segir hann í fjallræðunni. Það er vert að veita því eftirtekt, að þær fregnir, sem merkustu rannsakendur dulrænna fyrirbrigða hafa birt frá tilraunafundum sínum, eru í fullu samræmi við kenningar Jesú Krists um framhaldslífið. Boðin, sem eru sífellt að berast til vor handan yfir dauðadjúpið, eru á þann veg, að af þeim má ráða, að sál mannsins breytir ekki eðli sínu við það eitt að flytjast yfir landamærin. Þegar mað- urinn byrjar sitt næsta líf, segja fregnirnar að handan, er hann á valdi sömu hvata, sem voru orðnar ríkjandi hjá honum í jarðlífinu. Séu það göfugar hvatir, hvatir, sem heyra til vegum lífsins, verður öll hugarstefna hans í samræmi við þau björtu lífsöfl, sem ríkja fyrir handan, og hann verður þegar í stað aðnjótandi mikillar sælu. —- Hafi hann aftur á móti í jarðlífinu ofurselt sál sína lág-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.