Morgunn


Morgunn - 01.12.1939, Blaðsíða 66

Morgunn - 01.12.1939, Blaðsíða 66
192 MORGUNN mannanna, hversu gáfaðir sem þeir eru. Þeir sem ég hafði heyrt prédika, og þar á meðal orðlagðir klerkar, höfðu aldrei veitt mér neitt líkt því eins glöggan skilning á kær- leika Guðs. En fyrir hjálp andanna, einkanlega þess, sem ég nú síðast nefndi, hefi ég getað gjört mér þó nokkra grein fyrir, hvað þessi kærleikur er. Mér hefir orðið skilj- anlegt, að eins og maður, sem er staddur í herbergi, þar sem andrúmsloftið er þungt og kæfandi, getur bætt úr því með því að opna gluggana upp á gátt og fylla lungun af hreinu lofti, eins getur sá, sem kemst að raun um, hvað kærleikur Guðs er, fengið andlega hressing, með því — ef svo mætti segja — að ljúka upp glugga sálar sinnar og láta þennan kærleika streyma inn“. Guð elskar öll börn sín og þjónusta engla hans er ætluð öllu mannkyni. XXX. Einu sinni fór Leiðtogi með mig frá Ljósgörðunum, að því er mér virtist, gegnum óra víðáttu, upp á háan fjalls- tind og umhverfis hann lægri tindar, allir snævi huldir. „Sjáðu“, sagði hann og benti með hátíðlegum svip, „hina undursamlegu fegurð dagrenningarinnar". Dagur var rétt að renna. Það þyrfti penna manns með andagift, til þess að lýsa hinni dýrðlegu sýn. Litbrigðin á fjöllunum skiptu um úr gráum í mjúkan ljósrauðan, og svo aftur í fagurljósrauðan lit. Á austurloftinu var lit- brigðavíðsýnið jafnvel enn þá fegurra. Það var eins og risavaxin, hulin meistarahönd með ósýnilegum málara- bursta væri að mála himininn með glitrandi litrófi regn- bogans. Og þá reis sólin upp í hátignarfullum ljóma og jörðin baðaðist í ljóss- og hitaflóði hennar. Það kom mér fyrir sjónir, eins og ég væri þarna í sannleika sjónarvottur að sköpun hemsins. „Þó á eftir að rísa“, sagði Leiðtogi, „ enn þá dýrðlegri dagrenning fyrir allt mannkyn“, og aftur kallaði hann upp: „Sjáðu!“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.