Morgunn


Morgunn - 01.12.1939, Page 52

Morgunn - 01.12.1939, Page 52
178 MORGUNN notið nokkurra vafasamra augnabliksgæða þessa hverfula jarðlífs — augnabliksgæða, sem vér, þrátt fyrir það, fáum aldrei notið til fulls. — Því að — líður oss í rauninni nokkru sinni fullkomlega vel, þá er vér erum að njóta einhvers, sem vér vitum, að bakar öðrum vanfarsæld, en gerir oss sjálfa að minni mönnum? Líður oss nokkru sinni fullkom- lega vel við lífsvenjur, sem vér vitum, að eru smám saman að draga oss niður? — Er, þegar öllu er á botninn hvolft, í því fólgin svo mikil sjálfsafneitun að ganga veg lífsins — veginn, sem Jesús boðar í texta vorum? Er þeim, sem á annað borð eru teknir að temja sér það, nokkuð erfitt að auðsýna nærgætni, réttlæti og góðleik í daglegum við- skiptum við aðra menn? Komumst vér ekki flest að þeirri niðurstöðu, þegar vér förum að kynnast lífinu fyrir al- vöru, og þegar vér förum að kynnast innsta eðli sjálfra vor, að hamingjan — líka hamingjan hérna megin — er fyrst og fremst fólgin í kærleiksríku samstarfi og kær- leiksríkri sambúð við aðra menn — að yndislegasta iðjan er það, að starfa í þjónustu hins fagra og góða — að starfa í þjónustu lífsins — í þjónustu vaxtarins — að vinna að sínum eigin vexti, og að vinna að vexti annara. En þegar svo er komið — þegar svo er komið, að hin björtu öfl í eðli mannsins eru tekin að starfa fyrir alvöru og fylla líf hans með unaði sínum — þegar svo er komið, að maðurinn er tekinn að lifa í orðsins sönnu merkingU — hversu óumræðilega fagnaðarrík verður þá ekki vitn- eskjan um það, að slíkt líf — líf á vegum samræmis og stöðugs vaxtar, eigi að vara eilíflega. Haustið er komið. Hvert sem vér lítum þessa dagana sjáum vér, að það er það, sem ræður ríki úti í náttúrunni. Jurtir vallarins eru sem óðast að taka á sig bleika litinn — lit visnunarinnar og dauðans. — Hvílíkur óhugur mundi grípa oss, ef einhver, sem vér tryðum, segði oss, að dauði jurtanna væri að þessu sinni eilífur dauði — að jörðin ætti ekki eftir að skrýðast grösum og blómum á ný. —
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.