Morgunn


Morgunn - 01.12.1939, Blaðsíða 32

Morgunn - 01.12.1939, Blaðsíða 32
158 MORGUNN að söngur af hálfu fundarmanna skapar vitsmunaverum þeim, sem þarna segjast vera að verki, starfhæfari og hentugri skilyrði, og því sjálfsagt fyrir menn að notfæra sér þetta. Ég fæ ómögulega skilið að söngur eða flutning- ur bæna af hálfu fundarmanna geti á nokkurn hátt dregið úr vísindalegu sannanagildi þess, er gerast kann á slíkum fundum, eða er það hugsanlegt, að göfugar og háleitar hugsanir séu líklegar til að trufla dómgreind manna og skynsemi? Það eina, sem líklegt er til að draga úr sann- anagildi þess, er gerist á miðilsfundunum er fyrst og fremst skortur á heilbrigðri dómgreind og gagnrýni af hálfu fundarmanna. Það er óvefengjanleg staðreynd, að hugsanir þær og tilfinningar, er mest ráða í hugum mann- anna á hverjum tíma, móta andlegt umhverfi þeirra, mönnum líður misjafnlega vel í nærveru Péturs eða Páls og ekki finna menn hvað minnst til þess á miðlafundun- um. Þeir, sem oft hafa verið á sambandsfundum vita mörg dæmi þess, hve tortryggni og andúð eins eða fleiri fundar- gesta gagnvart miðlinum eða einhverjum þeim, sem á fundinum er, getur haft lamandi áhrif á starfsemi þá, er þar fer fram, og hve samúð og hlýjar hugsanir þeirra eiga mikinn þátt í því, að létta undir með þeim, er notfæra sér hæfileika miðilsins. Sálrænir hæfileikar mannanna gera vart við sig með ýmsum hætti, eins og ég hef áður tekið fram, en hvernig sem hæfileikum þeirra er háttað, þá virðist það vera al- gild regla, að einhver vitsmunavera taki hinn sálræna mann að sér, leitist við að notfæra sér hæfileika hans og taki hann í vernd sína og notfæri sér hæfileika hans í þágu jarðneskra og framliðinna manna eftir því, sem heppilegast er og líklegast til árangurs, hljóti hún samþykki hins sál- ræna manns til slíks samstarfs. Vitsmunaverur þessar eru venjulega nefndar stjórnendur, og virðast hafa yfirumsjón með öllu því, er fram fer. Séu hinir sálrænu menn einkum skyggni- eða dulheyrnarhæfileikum búnir, gera stjórnend- urnir einatt enga tilraun til þess að svæfa þá, en sýna þeim
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.