Morgunn


Morgunn - 01.12.1939, Page 11

Morgunn - 01.12.1939, Page 11
MORGUNN 187 tíu árum. „Ó, elskan mín, þú ert með óráði“, sagði maður hennar. „Ó, elsku vinur, hvers vegna kallaðir þú mig aftur hingað? — sagði hin deyjandi kona — nú verður erfitt fyrir mig að losna aftur; ég var svo ánægð á meðan ég var þarna. Þar var allt svo yndislegt og huggandi“. Innan þriggja mínútna bætti hún við: „Nú er ég að fara, og nú kem ég ekki aftur, jafnvel þótt þú kallir á mig“. Þessi atburður stóð yfir h. u. b. átta mínútur og það var greinilegt að hin deyjandi kona skynjaði inn í tvær veraldir í einu, því að hún lýsti nákvæmlega hreifingum og útliti ósýnilegu gestanna og beindi orðum sínum að okk- ur, hinum jarðnesku, um leið. Ég hefi séð andlát fjöldamargra, en af þeim öllum var þetta áhrifaríkast og fegurst". Þessi er frásögn læknisins, sem við dánarbeðinu var, og við hana þarf ég engu að bæta. En vegna þess, að af ýms- um ástæðum taka menn e. t. v. frekar til greina það, sem læknirinn segir en annað fólk, sem síður kann að teljast trúverðugt, ætla ég að bæta hér við annarri frásögn eftir frægan lækni í New York. Dr. Wilson var við banabeð þekkts söngvara í Vesturheimi, Mr. James Moore, og er frásögn hans á þessa leið: „Það var um klukkan 4 að morgni, og dögunin var að byrja að smjúga f gegn um gluggahlerana, þegar ég beygði mig yfir rúmið hans. Andlit hans var alveg rólegt og aug- un skær. Aumingja maðurinn horfði í augu mín, tók hönd mína í báðar sínar og sagði: „Þér hafið verið mér góður vinur, læknir“. Þá gerðist eitthvað, sem mér verður alla æfi ógleymanlegt, eitthvað sem mér er ómögulegt að lýsa. Hann var eins skýr og heilbrigður á sál sinni og nokkur annar maður, sem ég hefi þekkt. Ég get aðeins sagt, að það var eins og mér hefði verið lyft inn í annan heim, og þó get ég enga fullnægjandi skýring gefið sjálfum mér á því, en ég er fullkomlega sannfærður um, að hann hafði gengið inn fyrir hlið hinnar gullnu borgar, því að hann
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.