Morgunn


Morgunn - 01.12.1939, Page 31

Morgunn - 01.12.1939, Page 31
MORGUNN 157 að gera sér ljóst, að þeir eru ekki orðnir full starfhæfii' miðlar í einu vetfangi, að þeir verða að undirbúa sig með samvizkusemi og kostgæfni undir væntanlega starfsemi í þá átt, og þá fyrst að þeim undirbúningi loknum, geta þeir með réttu gert sér vonir um, að verða málefninu og einstaklingnum að liði, en fyrir það eru þeir að girða, fari þeir gálauslega að ráði sínu og láti undan óskum og bænum hvers og eins. Það mun og vera sameiginlegt í reynslu allra þeirra, er verið hafa á miðilsfundum, að jafnan er mælzt til þess af þeim, sem segjast notfæra sér sálræna hæfileika miðlanna, að viðstaddir hafi yfir bænir eða syngi viðeigandi ljóð í byrjun og lok fundarins, og stundum koma fram tilmæli um þetta meðan á fundi stendur. Söngur fundarmanna virðist hafa hin æskilegustu áhrif og sýnist stuðla að betri ár- angri, hann tengir hugi viðstaddra böndum samhyggðar og sjálfsagt er því fyrir þá, er til slíkra funda stofna, að viðhafa þessa aðferð, án nokkurs tillits til þess, hvort vits- munaverum þeim, er þarna eru sennilega að verki, hefir tekizt að koma beinum óskum um þetta til fundarmanna. En því að eins kemur söngur og flutningur bæna að til- ætluðu gagni, að þetta sé gjört af heilum hug. Sumir rannsóknarmenn hafa að vísu verið andvígir slíkri tilhögun. Þeir halda því fram, að rannsóknir á þess- um efnum megi að engu litast af trúarlegum athöfnum. Þær eigi að reka með vísindalegu sniði eða eitthvað svip- að því og verið væri að fást við eðlisfræðilegar tilraunir. Ýmsir þeirra hafa því hagað rannsóknum sínum í sam- ræmi við slíkar skoðanir, en eftirtektarvert er það, að slík tilhögun á rannsóknunum hefir mjög dregið úr æskileg- um árangri og fyrirbrigðin hafa orðið næsta lítil og óveru- leg undir slíkum skilyrðum. Mönnum er nú farið að skilj- ast, að slík aðferð hefir verið óhyggileg, að þeir hafa byrj- að á öfugum enda, búið til skilyrði, sem þessi fyrirbrigði ættu að lúta, í stað þess að leita þekkingar á lögmál- um þeim, er þau eru háð og stjórnast af. Reynslan er sú,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.