Morgunn


Morgunn - 01.12.1950, Side 13

Morgunn - 01.12.1950, Side 13
MORGUNN 91 ég fylgdarveru mína, hvort ég mundi kannast við nokk- uð af fólki þessu, og sagði hún mér, að þarna mundi ég kannast við móður mína, og mér til mikillar gleði kom ég auga á hana skammt fram undan. Ég gladdist stór- lega af að sjá hana þama eins fallega og ég sá hana á barnsárum mínum, og þó raunar mikið fegurri í hinu dá- samlega bjarta bliki, er geislaði um allan þennan bjarta hóp. Móðir min hélt á einu eða tveim börnum í kjöltu sér og horfði brosandi til mín. Hún sat í fremstu röð á tæplega miðju svæðinu, og hlakkaði ég mjög innilega til að geta talað við hana. En þegar við — ég og leiðsögu- vera mín — erum komin svo að segja að þessum fagra skara, var eins og brugðið væri blæju yfir allan hópinn, og ég hafði ekki meira af móður minni að segja. Ég spyr nú, hvort faðir minn sé ekki hér. Svaraði föru- nautur minn því, að hann væri á öðrum stað að þessu sinni. Nú varð mér litið yfir til hinnar hliðar svæðisins. það virtist mér hálfhuiið þokukenndri blámóðu, en er ég hafði virt það fyrir mér um hríð, tók ég eftir mjög skæru ljósbliki, sem var líkast því, að á skiptist fagurblár logi og skærhvít birta, er rynni öðru hvoru saman í eitt og mynduðu marglitt ljósblik, líkast fegursta norðurljósa- leiftri, þegar það bragar fegurst um stjörnubjarta vetr- arnótt. Þar sem ljósbrigðin voru fegurst fannst mér ég allt í einu sjá eins og sjúkrarúm. 1 því var karlmaður, sem ég þekkti ekki fyrir víst, en fannst hann minna mig mjög á konu eina hér í Húsavík. Fór ég að hugsa um, hvort hún hefði misst nokkurn annan bróður en S., sem hafði and- azt fyrir nálægt tveim árum. Ég spurði, hverju ljósbrigð- in sættu um hvílu þessa manns. Leiðsöguvera mín svar- aði, að þetta væri gert til að endurbæta hvei’skonar lík- amshrörnun. Úr þessari Ijóslaug kæmu menn heilir og endurnærðir á líkama og sál. Fann ég þá snögga sveiflu og titring fara um mig, og samstundis var ég glaðvakandi. Ég mundi allt greinilega og þakkaði Guði fyrir þessa

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.