Morgunn - 01.12.1950, Page 18
96
MORGUNN
þó leiddi mig enginn frá efa
til öryggis meir en þú.
Af alúð þinni heiðbjarti hugur
mót hrímþoku dauðans vann:
Hann náði til Ódáinsakurs,
og öðrum leiðir fann.
Með eilífðar ljósgeislum lýsti
þín leiðandi hjartans þrá,
þeim mönnum, er lífsframhalds leita,
og lézt þá und hönd þér sjá.
f myrkviðu mannlegra sálna
þú morguninn skína lézt,
og tendraðir trúarlífs vita,
sem traustur um aldir sést.
Þú leiddir hinn sorgmædda sefa
á sólríka vonabraut.
Þú skildir, að leitin að ljósi
er leiðin í Drottins skaut.
Þú leitaðir ljóssins — og fannst það —
og leiddir það heim til vor.
í kærleikans sólgeisla sigri
vér sjáum þín heillaspor.
Jón Guömundsson.
Þetta fallega ljóð um Isleif Jónsson sendi höf. frú Hólm-
fríði Þorláksdóttur, ekkju hans. En stefin bera þess vott,
hvers virði mannkostir Isleifs og miðilsgáfa hans hafa ver-
ið höf., sem þó var aðeins einn af fjölmörgum, er blessun
hlutu af kynnum sínum af hinum ágæta manni. — Ritstj.