Morgunn


Morgunn - 01.12.1950, Page 18

Morgunn - 01.12.1950, Page 18
96 MORGUNN þó leiddi mig enginn frá efa til öryggis meir en þú. Af alúð þinni heiðbjarti hugur mót hrímþoku dauðans vann: Hann náði til Ódáinsakurs, og öðrum leiðir fann. Með eilífðar ljósgeislum lýsti þín leiðandi hjartans þrá, þeim mönnum, er lífsframhalds leita, og lézt þá und hönd þér sjá. f myrkviðu mannlegra sálna þú morguninn skína lézt, og tendraðir trúarlífs vita, sem traustur um aldir sést. Þú leiddir hinn sorgmædda sefa á sólríka vonabraut. Þú skildir, að leitin að ljósi er leiðin í Drottins skaut. Þú leitaðir ljóssins — og fannst það — og leiddir það heim til vor. í kærleikans sólgeisla sigri vér sjáum þín heillaspor. Jón Guömundsson. Þetta fallega ljóð um Isleif Jónsson sendi höf. frú Hólm- fríði Þorláksdóttur, ekkju hans. En stefin bera þess vott, hvers virði mannkostir Isleifs og miðilsgáfa hans hafa ver- ið höf., sem þó var aðeins einn af fjölmörgum, er blessun hlutu af kynnum sínum af hinum ágæta manni. — Ritstj.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.