Morgunn - 01.12.1950, Síða 19
Bréfin frá
Erindi flutt í Sálarrannsóknafélagi Islands 2. mai 1950.
Eftir Eggert P. Briem.
Eins og allir vita, sem nokkuð hafa kynnt sér sálar-
rannsóknir nútímans, hafa endurminninga-sannanimar,
sem komið hafa fyrir milligöngu miðlanna, orðið öllu
öðru fremur til þess að þeir, sem við rannsóknirnar hafa
fengizt, hafa smám saman öðlazt þá vissu, sem þeir telja
sig hafa fengið fyrir persónulegu framhaldslífi mannsins.
Þessar sannanir hafa að sjálfsögðu verið misjafnar að
sannanagildi, en sumar þeirra hafa verið svo góðar, að
engin leið er að efast um að þær komi frá fólki, sem
hefur lifað hér á jörðinni, og nú lifir á öðru tilverusviði.
I kvöld ætla ég að segja ykkur sannanasögu, sem kom
alveg óvænt á fundi hér fyrir um tuttugu árum. Þó sag-
an sé orðin þetta gömul, finnst mér hún í engu hafa tap-
að giidi sínu, enda má segja það, að góð sannanasaga tapi
í rauninni aldrei gildi sínu, og sé slíkum sögum haldið
til haga og þær vottfestar, geta þær aldrei orðið nema
til þess að styrkja málefnið.
Sannanirnar, sem komu þetta kvöld, hafa auðvitað fyrst
°g fremst gildi fyrir það fólk, sem þær voru ætlaðar. En
fólkið, sem sannanirnar fékk, sá líka, að þær gætu haft
gildi fyrir fleiri, og bauð því fram þegar í stað, að segja
mætti frá því, sem þama kom fram, svo að fleiri vissu,
þótt það hafi ekki verið gert fyrr en nú, tuttugu árum
síðar.
Ég vil byrja á því að geta lítilsháttar um miðilinn, sem
7