Morgunn


Morgunn - 01.12.1950, Page 20

Morgunn - 01.12.1950, Page 20
98 MORGUNN þessar sannanir komu hjá. Það var 18 ára gömul stúlka, sem hafði allt frá því að hún mundi fyrst eftir sér, séð og heyrt ýmislegt, sem aðrir urðu ekki varir við. Hún hafði átt því láni að fagna, að vera ekki misskilin af nánasta fólki sínu, sem skildi hverskonar hæfileikum hún var gædd, og datt því ekki í hug að rengja hana, er hún sagði frá því, sem fyrir hana bar. Margt af því, sem hún varð vör við, allt frá barnæsku, er merkilegt, en að þessu sinni ætla ég ekki að minnast á neitt af því. Ég ætla aðeins að segja frá einum fundi, sem haldinn var haustið 1929, og ennfremur lítillega frá tveim eða þrem öðrum fundum, sem haldnir voru um sumarið og veturinn eftir. Sá fundur, sem ég ætla einkum að gera að umtalsefni í kvöld, var, að því er sannanirnar snertir, merkastur, að því leyti, að ekkert okkar, sem á fundinum voru, hafði hugmynd um, hverjum þau skilaboð, sem komu þetta kvöld, voru ætluð, og ekki vissum við heldur hver það var, sem stjómaði miðlinum og skilaboðin komu frá, að því undanteknu, að miðillinn sá, að það var stúlka, og heyrði nafnið „Sigga“. Ekki vissi miðillinn þó við hvern það nafn ætti, en við skildum það þannig, að stúlkan væri kölluð þessu nafni. Meira að segja, þegar allt var um garð gengið, höfðum við enn ekki fengið fullnægjandi vitneskju um viðtak- anda skilaboðanna, til þess að geta komið þeim til skila, nema með því að leita frekari upplýsinga um nöfn og heimilisfang hlutaðeigandi, annarsstaðar. Það skal þá fyrst sagt, að ég hafði haldið fundi viku- lega undanfarna tvo vetur með þessum miðli, þó ekki beint til þess að þroska miðilshæfileikann, því að þess þurfti varla með, svo öruggur var hann, heldur miklu fremur til þess að beina þeim krafti, sem þama var fyr- ir hendi, að ákveðnu verkefni á ákveðnum tíma, þannig, að miðillinn væri laus við óþægileg áhrif á öðram tímum. En eins og allir vita, sem til þekkja, þá getur miðilshæfi-

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.