Morgunn


Morgunn - 01.12.1950, Síða 22

Morgunn - 01.12.1950, Síða 22
100 MORGUNN yrði á, og lesa úr þvi, sem kynni að koma. Stafaborðið hafði ég fengið frá Englandi, en það var tréfjöl um 30 centímetra löng. Eftir endilangri fjölinni var pappírsræma með öllu stafrófinu áprentuðu. Þegar ég fékk þetta borð, var það að sjálfsögðu aðeins með enska stafrófinu, sem ekki er nema 26 bókstafir. Okkar stafróf er hinsvegar með 33 bókstöfum, og lét ég því prenta íslenzka stafrófið á aðra ræmu og límdi yfir hina. Vegna þess, hve stafimir voru miklu fleiri, urðu þeir að vera mjög þéttsettir, aðeins um 7 millímetrar milli stafa (frá miðju á miðju) og þeir mjög grannir. Var því erfitt að greina þá sundur, og alveg reyndist mér ómögulegt að hitta nákvæmlega á stafina með áhaldi þvi, sem átti að benda á þá, en það reyndist eng- um vandkvæðum bundið fyrir þá, sem stjómuðu hendi miðilsins. Þetta áhald, sem átti að benda á stafina, var þannig, að trérammi rann á fjórum hjólum eða smákefl- um fram og aftur eftir fjölinni. 1 rammanum var gler, en undir glerinu var strengdur vírspotti. Þegar miðillinn snerti rammann, þó ekki væri nema með annari hendinni, fór ramminn af stað og staðnæmdist sem snöggvast þannig, að vírinn var beint upp yfir stafnum, sem átt var við. Stafirnir voru svo lesnir upphátt jafnóðum, og skrifaðir niður, eins og venja er til, þegar svona stafa- borð er notað. Jóneis Þorbergsson sat við borðið beint á móti miðlin- um og sneri stafaborðið rétt fyrir honum, en öfugt fyrir miðlinum, svo það var lítt mögulegt fyrir miðilinn að fylgjast með, þegar stafirnir stóðu á höfði fyrir honum, og stafrófið þar með auðvitað í öfugri röð frá honum séð. Auk þess sagðist miðillinn ekki sjá stafaborðið nema hálf- gert í þoku, meðan verið var að nota hendi hans til þess að færa rammann og þannig að benda á stafina. Líklega hefði miðillinn alls ekki getað hitt á stafina, þó að hann hefði verið allur af vilja gerður, þegar svona stóð á, hefði honum ekki verið stjómað af þeim ósýnilega krafti, sem þama var að verki.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.