Morgunn


Morgunn - 01.12.1950, Side 29

Morgunn - 01.12.1950, Side 29
MORGUNN 107 nafna í sambandi við það, heldur senda það með öllu nafnlaust til hjónanna í Gaulverjabæ fyrir milligöngu tveggja manna, og vissi ég ekki einu sinni, hver annar þessara manna var. 1 greinargerð, sem ég skrifaði með bréfi framliðnu stúlkunnar, skýrði ég eins nákvæmlega og mér var unnt frá öllum aðstæðum í sambandi við móttöku bréfsins að handan, þeim sömu og ég hef nú skýrt ykkur frá. Fannst mér rétt, að fólkið, sem átti að fá bréfið og var okkur með öllu ókunnugt, gæti séð, með hverjum hætti þetta hefði gerzt, og ráðið af því, hvort það ætti að taka mark á bréfinu eða ekki, en að sjálfsögðu hlaut þó efni þess að skera úr um það, ef það, sem þar var sagt, reyndist rétt. Að endingu bað ég viðtakendur bréfsins að láta vita, að hve miklu leyti þær upplýsingar, sem bréfið hefði inni að halda, væru réttar. Það væri þó ekki af forvitni eða neinum persónulegum ástæðum, sem um þetta væri spurt, heldur einungis málefnisins vegna, en við teldum að hin- ar margvíslegu upplýsingar, sem bréfið hefði inni að halda, hefðu allmikið sannanagildi, ef þær reyndust réttar. Líður nú tæpur mánuður, en snemma í nóvember kem- ur bréf að austan, fyrir milligöngu hinna sömu tveggja manna, og hitt bréfið hafði áður verið sent. Þetta bréf var frá hjónunum í Gaulverjabæ, foreldrum Sigrúnar, og ætla ég að lesa það orðrétt, eins og það kom. En áður en ég geri það, ætla ég að lesa aftur bréfið handan að, svo að þið heyrið það í heild og getið betur áttað ykkur á hinum ýmsu atriðum, sem minnst er á í bréfinu að austan. Bréfið handan að er þá þannig í heild: „Elsku mamma mín og pabbi og systkini mín. Ég er svo oft hjá ykkur. Reyndar sjáið þið mig kannske ekki. Ég er svo oft hjá ykkur og fylgist talsvert með heima. Verst þykir mér að geta ekki hjálpað ykkur. Gott að Imba systir tók við starfinu mínu við Ungmennafélagið. Gott að hún skemmti sér í Þingvallaferðinni. Þið verðið

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.