Morgunn


Morgunn - 01.12.1950, Blaðsíða 29

Morgunn - 01.12.1950, Blaðsíða 29
MORGUNN 107 nafna í sambandi við það, heldur senda það með öllu nafnlaust til hjónanna í Gaulverjabæ fyrir milligöngu tveggja manna, og vissi ég ekki einu sinni, hver annar þessara manna var. 1 greinargerð, sem ég skrifaði með bréfi framliðnu stúlkunnar, skýrði ég eins nákvæmlega og mér var unnt frá öllum aðstæðum í sambandi við móttöku bréfsins að handan, þeim sömu og ég hef nú skýrt ykkur frá. Fannst mér rétt, að fólkið, sem átti að fá bréfið og var okkur með öllu ókunnugt, gæti séð, með hverjum hætti þetta hefði gerzt, og ráðið af því, hvort það ætti að taka mark á bréfinu eða ekki, en að sjálfsögðu hlaut þó efni þess að skera úr um það, ef það, sem þar var sagt, reyndist rétt. Að endingu bað ég viðtakendur bréfsins að láta vita, að hve miklu leyti þær upplýsingar, sem bréfið hefði inni að halda, væru réttar. Það væri þó ekki af forvitni eða neinum persónulegum ástæðum, sem um þetta væri spurt, heldur einungis málefnisins vegna, en við teldum að hin- ar margvíslegu upplýsingar, sem bréfið hefði inni að halda, hefðu allmikið sannanagildi, ef þær reyndust réttar. Líður nú tæpur mánuður, en snemma í nóvember kem- ur bréf að austan, fyrir milligöngu hinna sömu tveggja manna, og hitt bréfið hafði áður verið sent. Þetta bréf var frá hjónunum í Gaulverjabæ, foreldrum Sigrúnar, og ætla ég að lesa það orðrétt, eins og það kom. En áður en ég geri það, ætla ég að lesa aftur bréfið handan að, svo að þið heyrið það í heild og getið betur áttað ykkur á hinum ýmsu atriðum, sem minnst er á í bréfinu að austan. Bréfið handan að er þá þannig í heild: „Elsku mamma mín og pabbi og systkini mín. Ég er svo oft hjá ykkur. Reyndar sjáið þið mig kannske ekki. Ég er svo oft hjá ykkur og fylgist talsvert með heima. Verst þykir mér að geta ekki hjálpað ykkur. Gott að Imba systir tók við starfinu mínu við Ungmennafélagið. Gott að hún skemmti sér í Þingvallaferðinni. Þið verðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.