Morgunn - 01.12.1950, Side 35
MORGUNN
113
En eins og flestir vita, sem hafa kynnt sér, hverskonar
aðferð er notuð, þegar á að koma fjarhrifum á milli
manna, er eitt aðalskilyrðið, sem venjulega er talið að
sé nauðsynlegt, til þess að takast megi að koma orðsend-
ingum á þann hátt, að þeir sem tilraunina ætla að gera,
einbeiti sér að henni, og þá vitanlega báðir á sama tíma,
þótt sitt á hvorum stað sé. Og er þá venjulega um eitthvert
sérstakt, helzt einfalt atriði að ræða, mynd eða þesskon-
ar, sem reynt er að koma á milli. Ég tel því ekki geta
komið til mála, að foreldrar stúlkunnar hafi á nokkurn
hátt getað haft áhrif á það, sem þarna var skrifað, enda
voru þau vist meira en lítið undrandi, er þeim barst bréf-
ið. Ég skal geta þess, að mörgum ái’um síðar sögðu for-
eldrar Sigrúnar okkur frá skemmtilegri tilviljun í sam-
bandi við þetta bréf.
Þau fengu sem sé bréfið hennar daginn, sem þau héldu
silfurbrúðkaup sitt. Sögðu þau okkur, að þessi dagur hefði
verið mikill gleðidagur hjá þeim. Sveitungar þeirra og
vinir höfðu fjölmennt að Gaulverjabæ þennan dag, og
glatt þau á allan hátt og fært þeim gjafir. En um kvöldið
náði gleði þeirra hjónanna þó hámarki, því að þá var
fc>eim fengið þetta óvænta bréf frá dóttur þeirra, sem lát-
in var fyrir sjö mánuðum.
Það sem ég sagði áðan um fjarhrifin, hefi jeg minnzt
á aðeins til þess að vekja athygli á hugsanlegum mótbár-
úm í þessa átt, ef einhver skyldi vilja reyna að skýra
Þetta á annan hátt en þann, sem mér finnst liggja bein-
ast við, vera líklegastur og eðlilegastur, nefnilega að
hérna eigi skýring spíritistanna við, en hún er einfald-
iega sú, að hin framliðna stúlka hafi sjálf verið þarna
að verki. Að hún hafi fengið þarna samband og tekizt að
koma fram alveg réttum upplýsingum um fjölmarga hluti,
sem hvorki miðillinn eða aðrir viðstaddir gátu haft minnstu
hugmynd um.
Er nokkur liklegri skýring til á þessu en sú, að hún
hafi verið þarna sjálf, ekki sízt þegar þess er gætt, að
8