Morgunn


Morgunn - 01.12.1950, Page 49

Morgunn - 01.12.1950, Page 49
MORGUNN 127 að sannanirnar, sem þar koma fram, gætu orðið fleirum að liði og frekar styrkt en veikt trú þeirra á persónu- legt framhaldslíf mannsins, eða jafnvel orðið einn áfangi á leið þeirra að því marki, að öðlast fullkomna vissu í þessu efni. Fræguar læknir segir frá. Lífsgátan sjálf virðist hafa verið vandamálið, sem kyn- slóðimar hafa frá öndverðu glímt við, allar götur frá fyrsta morgni mannlegrar tilveru. Og hún er óteljandi mörgum mönnum hin mikla og óráðna rún enn í dag, sérstaklega hinum gagnrýnandi mönnum, sem vísað hafa á bug hinni guðfræðilegu skýringu kristindómsins, sem órökréttri og óskynsamlegri skýringartilgátu. Hin kristi- lega rétttrúnaðarkenning leiðir oss óhjákvæmilega að þeirri ályktun, að skaparanum sjálfum hafi skjátlazt margsinnis, og að vegna þess, að hann sá ekki fyrir af- leiðingarnar af því, hafi hann neyðzt til að senda „frels- arann“ til jarðarinnar til þess að friðþægja og leiðrétta mistökin. Um sjálfan mig er það svo, að ég gat ekki sætt mig við þessar kenningar, þegar í bernsku, og mér var óger- legt að samræma hugmyndirnar um kærleika Guðs hin- Um grimma harðstjóra og drottni Biblíunnar. Foreldrar mínir heyrðu til sértrúarflokki Baptistanna. Þær kenn- ingar drakk ég í mig með móðurmjólkinni, en frá fyrstu bernsku minni var eitthvað það innra með mér, sem gerði uppreisn gegn þessum kenningum. Þetta varð til þess, að síðar fór ég að kynna mér aðra átrúnaði og trúarbrögð, unz athygli mín beindist að sálrænu fyrirbrigðunum, sem veittu mér allt annan lífsskilning og sönnuðu greinilega, að maðurinn lifir líkamsdauðann. Þá sannfærði spíritisminn mig ennfremur um, að marg- ar frásagnir Ritningarinnar eru líkingamál, en segja alls

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.