Morgunn


Morgunn - 01.12.1950, Side 54

Morgunn - 01.12.1950, Side 54
132 MORGUNN fyrirbrigði geti komið fram án þess að nokkurir ójarð- neskir andar séu þar að verki? „Já, það held ég. Stundum eru þarna andar að verki og stundum ekki. Og til eru sálrænar ráðgátur, sem enn eru ekki leystar, en geta orðið oss að miklu gagni, t. d. á sviði tækninnar. Við skulum taka til dæmis reimleikana á Eng-búgarðinum fyrir h. u. b. 20 árum. Ég átti einu sinni tal við búgarðseigandann um fyrirbrigðin, sem gerð- ust þar. Þar voru alls engir reimleikar á ferðinni og engir and- ar að verki. Á búgarðinum unnu tvær stúlkur. önnur var með alvarlega bólgu í heilanum, hin var stálhraust. Þegar þessar stúlkur voru hæfilega nálægar hvor annarri, gerðust fyrirbrigðin. Væru þær annaðtveggja of langt frá eða of nærri hvor annarri, gerðist ekkert. Dag nokkurn var önnur stúlkan að brjóta saman þvott og vegna þess að nokkur stykkin í þvottinum voru mjög stór, kallaði hún á hina stúlkuna sér til hjálpar til að leggja þau niður í kistuna, en óðara og stúlkurnar voru komnar hæfilega nálægt hvor annarri, tóku línstykkin að þeytast upp úr kistunni, þau flugu eins og fuglar upp í loft. Þær fóru saman út í eldiviöarbyrgið til þess að sækja mó, en mó- kögglarnir hentust til og frá og þutu í kring um þær. Áreiðanlega stjórnuðu engir andar þessum fyrirbrigð- um, en það er hneyksli, að vísindin skyldu ekki rannsaka þau. Hér sýnist greinilega hafa verið um að ræða ein- hverskonar efnisleg straumrof í andrúmsloftinu, þegar samband varð milli hins sjúka og hins stálhrausta heila, einhverskonar sprengiorku, sem hefði getað leitt til upp- götvana á sviði eðlisfræðilegrar tækni.“ Hafið þér náð sambandi við látna menn á miðilsfund- um? „Með höggum í borð náði ég einu sinni einkennilegu sambandi, en annars hef ég aldrei haft slíkt samband persónulega. Við vorum þá 10—12, sem sátum saman í hring um

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.