Morgunn


Morgunn - 01.12.1950, Page 55

Morgunn - 01.12.1950, Page 55
MORGUNN 133 borð, sem Vcir svo stórt, að við gátum ekki haldizt í hendur þvert yfir það. Húsbændurnir höfðu misst son, Hans að nafni, og hann var vanur að gefa sig til kynna með höggum í borðið. Þetta kvöld sat systir mín með mér í hringnum. Tveim árum áður hafði bróðir okkar dáið, en hann hét líka Hans. Þegar höggin fóru nú að heyrast í borðinu, svöruðu húsbændurnir með því að segja, eins og þau voru vön: „Gott kvöld, Hans.“ En innan skamms fóru þau að verða hikandi og sögðu að lokum: „Hvað er þetta, þú ert alls ekki líkur því, sem þú ert vanur að vera, Hans.“ En við systurnar svöruðum óð- ara: „Já, en þetta er Hans bróðir okkar, sem er að tala við okkur.“ Systir mín var meira jafnaldra bróður okkar en ég, og hún hafði unnið með honum árum saman. Hún sagði nú: ..Þú hafðir fyrir venju að raula fyrir þér ákveðið lag, manstu, hvað það var?“ Hann sagði henni lagið." Hvemig fór hann að því? „Hann stafaði með höggunum inni í borðinu: „I Augs- borg ringer Klokkerne til Fest“. Þetta var vísan, sem hann hafði haft að venju að raula með sjálfum sér. Hljóm- fallið heyrðist greinilega í borðinu." Hver verðmæti haldið þér að spíritisminn gefi mann- hyninu í framtíðinni? „Hvenær það verður, veit ég ekki, en ég er sannfærð mn, að að því kemur, að hann mun koma á sambandi ^ilra manna á jörðunni við þá, sem látnir eru. Og þetta mun valda gerbreytingu á lífi mannkynsins. Og þá munu menn viðurkenna og sjá, að enn lifum við hinu svartasta miðaldalífi.“ J. A. þýddi

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.