Morgunn


Morgunn - 01.12.1950, Side 57

Morgunn - 01.12.1950, Side 57
MORGUNN 135 um eigi að siður látnir taka við varðþjónustunni. Ástand okkar og umhverfið var allt þannig, að við gátum ekki einu sinni bölvað því. Við vorum báðir orðnir örmagna, blautir og skjálfandi í krapahríðinni, sem stöðugt dundi á okkur, og ekki bætti það úr, að við vorum báðir glor- hungraðir og höfðum enga matarögn meðferðis. Við höfð- um heldur engin eldfæri, og verst af öllu var, að við gátum ekki einu sinni kveikt okkur í pípu og hvergi setzt niður á þurran blett. Oft höfðum við orðið að þola margs- konar óþægindi og erfiðleika, en aldrei átt jafn ömur- lega ævi og nú. Nokkurir klukkutímar liðu, en ég fann að einhver ein- kennileg breyting var að færast yfir mig. Ég var vel vit- andi um sjálfan mig, hef máske aldrei hugsað skýrar en að þessu sinni, en tók nú eftir því, að ég var utan við minn eigin líkama, að hið raunverulega sjálf mitt, per- sónuleiki, andi, eða hvaða orð, sem þér viljið nota, þetta allt, sem var ég sjálfur, hafði flutt sig út fyrir jarðnesk- an líkama minn. Ég horfði með hálfgerðu kæruleysi á þennan khakiklædda líkama, vanlíðan hans og ástand, þó að mér væri hinsvegar fyllilega ljóst, að þetta var minn eigin líkami, en ég skeytti ekki vitund meira um hann heldur en hann tilheyrði einhverjum öðrum, þrátt fyrir hið nána samband, sem ég virtist eigi að síður hafa við hann þessa stund. Ég vissi, að honum leið frámunalega hla, að hann var kaldur og blautur, en ég sem andi, fann ekki til neins slíks. Einkennilegt kann það að virðast, að mig furðaði ekki hið minnsta á þessu, allt þetta virtist mér vera svo eðli- legt og sjálfsagt, alveg eins og allra ólíklegustu hlutir geta gerzt í draumaskynjunum okkar, án þess að slíkt veki okkur minnstu undrun, en það var aðeins fyrst nokk- uru eftir að þetta hafði komið fyrir mig, að ég gerði mér fyllilega ljóst, að ég hafði hlotið einhverja þá dásamleg- ústu reynslu, sem mér hefur fallið í skaut á ævi minni. Morguninn eftir hafði félagi minn orð á hátterni mínu,

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.