Morgunn


Morgunn - 01.12.1950, Page 66

Morgunn - 01.12.1950, Page 66
144 MORGUNN frekar um þessa hlið málsins, en til skýringar því, sem á eftir fer, vil ég geta þess, að ég læt orðið vitund tákna sálarlíf mannsins sem óskipta heild, en dulvitund um hin leyndu og duldu vitundarsvið mannlegs persónuleika. Ég ætla nú í sem fæstum orðum að drepa á meginatriðin í hinum neikvæðu skýringatilgátum, sem að ætlan sumra fræðimanna nægja til að afsanna spíritistisku skýr- inguna á umræddum fyrirbrigðum eða þá ónýta hana með öllu. Samkvæmt skýringatilgátu þeirri, sem kennd er við Flourny var dulvitundin eins konar safnþró gamalla minn- inga og atburða, sem hefðu með öllu horfið úr dagvitund mannsins. Hann hélt því fram, að þessum löngu gleymdu og að því er virtist glötuðu minningum gæti skyndilega og óvænt skotið upp í dagvitundina, jafn skýrum og glöggum sem í fyrstu, þegar sérstaklega stæði á, t. d. í dáleiðsluhöfga, svefngöngu, dásvefni miðla eða á alvar- legum hættustundum. Á erlendum málum er þetta nefnt Cryptomnesia, er sennilega mætti nefna dulminni á ís- lenzku. Þessi tilgátuskýring hrökk þó æðiskammt til þess að skýra og gera grein fyrir því, sem sagt var af vörum miðlanna í dásvefninum. Hvað eftir annað kom það fyr- ir, að lýst var persónum, sem sannanlegt var að miðill- inn gat ekki vitað um og aldrei höfðu orðið á vegi hans. Efahyggju- og rengingamennirnir svöruðu með nýrri skýr- ingartilgátu, þar sem gert var ráð fyrir, að í dásvefnin- um ykist skynorka dulvitundarinnar stórum, og henni væri kleift að sækja í dulvitundir fundargestanna nauðsynleg þekkingaratriði og færa yfir til sín, og mótaði með ein- hverjum hætti úr hugsunum viðstaddra hlutrænar mynd- ir, af persónum, umhverfi þeirra o. s. frv. Mörgum þeirra, sem með öllu móti reyndu að skjóta sér undan spíritist- isku skýringartilgátunni á umræddum fyrirbrigðum, þótti því verulegur fengur í, er hinn kunni vísinda- og sálar- rannsóknamaður, Charles Richet, varpaði fram hinni svo-

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.