Morgunn


Morgunn - 01.12.1950, Side 68

Morgunn - 01.12.1950, Side 68
146 MORGUNN Bozzano til meðferðar í áðurgreindri bók sinni og að mínum dómi eiga gagnrök hans brýnt erindi til allra þeirra, sem áhuga hafa fyrir sálarrannsóknamálinu. Ég veit, að það er vandkvæðum bundið að tala um sannanir og gildi þeirra frá fræðilegu sjónarmiði — mörgum kann að finn- ast, auðvitað ekki öllum, að það umræðuefni sé þurrt og leiðinlegt, því að tækifærin eru fá til að tala til tilfinn- inganna, en óhjákvæmilegt að snúa sér eingöngu að skyn- seminni og dómgreindinni. En full nauðsyn er líka á því fyrir oss að gera meira en að lauga sálir vorar í ylhlýju tilfinningaflóði. Félagið okkar er helgað eftirgrennslunum og boðun sannleikans, og vér megum aldrei missa sjónar á því, að sannleikurinn krefst þess oft, að vitsmunir leggi nokkuð á sig. Annars verður aldrei unnt að eignast gim- steina hans. Ég ætla nú að reyna að gefa yður einhverja hugmynd urn, hvernig próf. Bozzano svarar rökfærslu þeirra manna, sem að einhverju eða öllu leyti fallast á gildi hinna neikvæðu skýringa-tilgátna, og telja að þær afsanni eða ónýti með öllu spíritistisku skýringuna á um- ræddum fyrirbrigðum, en hér verður aðeins um endur- sögn að ræða. Með það í huga, er segir í áðurgreindu erindi mínu: „Þróun og undirvitund“ og meginefni þess, er þegar hefur verið drepið á, er óhjákvæmilegt að vekja athygli á þessu: Jafnvel þó að greinimætti dulvitundarskynhæfileikanna yrðu engin takmörk fundin og ókleift reyndist að tak- marka skynorku þeirra og athafnasvið, og taka þyrfti fullt tillit til fræðilegra kenninga og staðhæfinga þeirra manna, sem fræðilega skilið virðast haldnir tilhneigingum til að tileinka þessum skynhæfileikum guðdómlega greiniorku, einskonar alvitundarskyn, þá fá slíkar tilgátuskýringar og fræðilegu ályktanir ekki hróflað við spíritistisku skýring- unni á umræddum fyrirbrigðum. Slík túlkun málanna er í raun og veru beinn stuðningur við skoðanir vorar, sem viðurkennum spíritistisku skýringuna og teljum persónu- legt framhaldslíf mannsins vera sannað þekkingaratriði.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.