Morgunn


Morgunn - 01.12.1950, Side 69

Morgunn - 01.12.1950, Side 69
MORGUNN 147 Allar þær niðurstöðuályktanir, sem heimilt er að draga af gjörhugulum athugunum og nákvæmum rannsóknum á hinum fjölþættu, sálrænu fyrirbrigðum standa óhagg- aðar eftir sem áður og halda fullu gildi af þeirri einföldu ástæðu, að allar þær skýringatilgátur, sem hníga í þá átt að tileinka vitundarlífi mannsins fleiri og fleiri af guðdóm- legum alvitundarskynhæfileikum, þess sterkari verða rök- in fyrir þeirri skoðun, sem hér er haldið fram, að hin sál- rænu fyrirbrigði sanni eilífðareðli mannlegs persónuleika og framhaldslíf hans að lokinni jarðlífsvist. En — sannleikurinn er nú sá, að það er fjarstæða ein og reginvitleysa að tileinka skynhæfileikum mannlegrar dulvitundar slíka skynorku. Auðvelt er að sýna fram á og sanna í ljósi staðreyndanna, að skoðanaandstæðingum vorum skjátlast hraparlega, er þeir staðhæfa að greini- orku dulvitundarskynhæfileikanna verði engin takmörk fundin. En með þá rökvillu að forsendu, að þetta sé ekki unnt, telja þeir sér fræðilega heimilt að víkka og færa út að eigin geðþótta starfs- og athafnaavið umræddra skyn- hæfileika, þegar eitthvað það gerist á sviði sálrænna fyr- irbrigða, sem ónýtir fyrri skýringatilgátur þeirra, og þetta hefur alltaf verið að gerast. Þetta er vitanlega ákaflega hentug rökfærsla og einkar þægileg í meðförum, næsta einkennilegt, hve skoðanaandstæðingum vorum virðist hún haldgóð og traust. Svo virðist af málflutningi þeirra, sem það eitt nægi til að ónýta spíritistisku skýringuna á eðli og orsökum sálrænna fyrirbrigða, að einhver hafi varpað fram einhverri fræðilegri tilgátukenningu um senni- ieik þessa eða hins. En ég endurtek það, að skoðanaand- stæðingum vorum skjátlast herfilega, er þeir hyggja að greinimætti dulrænna skynhæfileika verði engin tak- mörk fundin, því að allt, sem hér skiptir máli, hnígUT í há átt að sanna, að starfs- og athafnasviði dulrænna skyn- hæfileika verði takmörk fundin og stakkur skorinn. Meginforsenda og grundvöllur þessarar ályktunar er þekking á veruleik og starfsháttum voldugs, alhæfs lög-

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.