Morgunn


Morgunn - 01.12.1950, Side 73

Morgunn - 01.12.1950, Side 73
MORGUNN 151 inga vorra ættu dulvitundarskynhæfileikar miðlanna að vera gæddir orku til þess að kafa inn í vitundir fjær- staddra manna, í þeim tilgangi að afla sér nauðsynlegr- ar vitneskju og þekkingar, til þess að geta með góðum árangri blekkt fundargesti og villt þeim sjónir. Þeir virð- ast því fræðilega vilja tileinka þeim greinimátt til þess að ná í vitneskju og þekkingaratriði, sem næstum því aldrei snerta persónuleik þess, sem um er að ræða, held- ur einhvern þriðja mann, sem hann kann að hafa þekkt fyrir löngu, en það er þetta fyrst og fremst, sem gerir þessa tilgátuskýringu ekki aðeins ótrausta, heldur einnig að firrum blandinni fjarstæðu. Þessi fjarstæðukennda víkkun á hugsanaflutnins-hæfileikanum er að engu haf- andi. Hugsanaflutningur milli fjarstaddra manna er sönn- uð staðreynd, en aðeins innan miklu þrengri takmarka en skoðanaandstæðingar vorir vilja viðurkenna og vekur athygli á sér undir allt öðrum skilyrðum en þeir vilja gera ráð fyrir, en þetta gerir tilgátustaðhæfingar þeirra með öllu ónýtar, og ég vil endurtaka það og leggja áherslu á að þær rýra ekki að neinu leyti þegar greindar niður- stöðuályktanir vorar. Það liggur í augum uppi, að dulvit- und miðilsins er ekki unnt að ná í þau þekkingaratriði, sem nauðsynleg væru, vegna þess að þau skilyrði, sem sálrænt samband er háð, koma ekki til greina. Það leiðir því af sjálfu sér, að oss ætti nú þegar að vera heimilt að boða þær mikilvægu fregnir, að vísinda- ieg sönnun fyrir framhaldslifi mannsins hafi fengizt og verið vísindalega staðfest, og ef þetta gildir um þau sér- stöku og rammlega sönnuðu fyrirbrigði, þar sem framlið- inn maður sannar persónuleik sinn, án þess að nokkur viðstaddur hafi áður vitað deili á honum, þá er auðsætt að efahyggju- og rengingamönnum nútímans er vita-þýð- ingarlaust að neita gildi þeirra sannanaatriða af hálfu lát- inna manna, sem hafa að geyma þekkingaratriði, er eng- um viðstöddum eru kunn, en hljóta staðfestingu af ein-

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.