Morgunn


Morgunn - 01.06.1962, Page 24

Morgunn - 01.06.1962, Page 24
20 MORGUNN mögulegur er, fyrr en tekizt hefur að veita lífsorkunni í þann farveg, sem heilbrigðu manneðli er áskapaður. Lífs- orkan er fjölþætt í eðli sínu og er kynorkan einn þátt- urinn í þeim kaðli, hvorki óhreinni né ómerkari en hinir. Kynlífskúgun hefur í för með sér kúgun allrar lífsork- unnar. Kynlífsdýrkun bindur hana alla, þar sem aðeins einn þátturinn á með réttu heima. Sublimation nefnist það, þegar kynlífsþátturinn er með skynsamlegri viljaákvörðun samkvæmt dýpri hvöt van- inn (ekki kúgaður) til þjónustu við annað markmið. Tvennt hið fyrra ásamt tilraun til hins þriðja getur verið samtímis í sama manni. Því meiri sem sýndarmennskan verður, því fleira þarf að loka úti og varpa frá sér til að viðhalda hinu hrokafulla sjálfsáliti, skugginn dökknar og þykknar. Lífið á yfirborði hnattarins verður grátt, lit- laust og sjúkt, af því að hvorki sér til sólar né annarra himintungla. Lífsnautn mannsins hverfur æ meira í gráa þoku, leiðindadrunga, sem hann hefur sjálfur enga hug- mynd um af hverju stafar. Undarlega heimsk virðist mannskepnan vera, að vilja kaupa blekkinguna svo dýru verði. Þetta ástand sam- svarar því, sem í kristnum trúarbrögðum er nefnt „ánauð syndarinnar", og er ráðið hið sama í sálfræði og trúar- brögðum: að lúta Sannleikanum í auðmýkt og sækj a þang- að styrk til að horfast í augu við skuggann, viðurkenna villu sína, leyfa því rétta manneðli, sem útskúfað var vegna sýndarmennskunnar, að vera meðvitað, svo að því gefist kostur á að taka tamningu og verða að gagni í stað þess að vinna gegn meðvitundinni. Síðan þarf að hafa vakandi auga, fyrst og fremst á tilhneigingunni til að vilja sýnast, svo að henni gefist ekki nýtt tækifæri til að hrokast upp í nýrri tegund sjálfsblekkingar, svo sem t. d. trúhræsni eða öðrum sýndardyggðum. Sjálfsblekking mannlegs hroka (hver er svo hrokalaus, að hann viður- kenni tilvist hans í sjálfum sér?) er nefnilega sjálf höf- uðsyndin og versti bölvaldurinn, jafnt í sálfræði og trú-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.