Morgunn


Morgunn - 01.06.1962, Side 32

Morgunn - 01.06.1962, Side 32
28 MORGUNN Estelle Roberts er fædd 10. maí 1889 í London, af góðu fólki en ekki sérlega efnuðu. Systkinin voru 8 að tölu, og vakti hún ekki neina sérstaka athygli í umhverfi sínu, nema fyrir það eitt, að frá fyrstu dögum, sem hún man eftir, heyrði hún raddir, sem aðrir heyrðu ekki. Hún var aldrei hrædd við þessar raddir og kallaði þær andafólkið sitt. En faðir hennar var sannfærður um, að illir andar ásæktu barnið og reyndi að berja þessar illu vættir frá henni með því að berja hana sjálfa með leðurólinni sinni. Hún var ekki gömul, þegar hún fór að sjá fólkið, sem raddirnar átti, og var lítill, nýdáinn bróðir hennar einn fyrsti gesturinn. Hann heimsótti hana kvöld og morgna og talaði við hana. Hún segist hafa séð hann vaxa upp í andaheiminum og sama sé að segja um mörg börn, sem hún hafi fylgzt með eftir að þau dóu. Bróðir hennar heim- sækir hana oft enn. Þessar barnasýnir og heyrnir telur hún hafa verið undirbúning fyrir ævistarf sitt. Fyrstu stóru sýnina sá hún 7 ára gömul. f það sinn sá systir hennar, sem eldri var, sömu sýnina og varð svo mikið um, að það leið yfir hana. Birtist þeim einhvers konar riddari í eldlegum herklæðum og með glitrandi kross á brjóstinu. Veru þessa sáu systurnar svífa í loft- inu. Þegar frú Roberts hélt fyrsta fund sinn í Queens Hall, birtist henni þessi sama vera fyrir fundinn og sagði þá við hana: „Að þjóna og aldrei að víkja.“ Skildist frú Roberts, að þetta ættu að vera kjörorð lífs hennar. En veruna sá hún ekki oftar. Þegar Estelle var í kring um 14 ára aldurinn, fór anda- fólkið að segja henni ýmsa hluti fyrir, veikindi og annað, sem allt gekk eftir en reyndist þó stundum ekki eins slæmt og orðin bentu til. Varar hún fólk við að leggja of mikið upp úr hugboðum og fyrirboðum, því að angist manns sjálfs geri þetta venjulega verra en það verði í reyndinni . Estelle giftist mjög ung og var orðin ekkja með þrjú börn þrítug að aldri. Hjónabandið hafði verið mjög far-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.