Morgunn


Morgunn - 01.06.1962, Page 61

Morgunn - 01.06.1962, Page 61
MORGUNN 57 til þess — auk þess sem hún kann að vera iðulega sam- vistum við það, meðan hún sefur. Hugsið um þetta og segið mér svo, hvort yður finnst ekki slík sannfæring dýpka lífsskoðun yðar, gera lífið heilagra og jafnframt geta orðið uppspretta mikillar hugg- unar. Ég vil taka það fram, að því er haldið skýlaust fram, að börnin haldi áfram að lifa í æðra heimi, þó að þau hafi fæðzt andvana hér á jörð. 3. Florence litla Þótt áður hafi, fyrir nokkrum árum, verið í Morgni sagt frá mæðgunum, Florence Marryat, sem var afar vinsæl af skáldritum sínum á síðustu öld, og litlu dóttur hennar, sem bar sama nafn, verður hér aftur sögð sú furðulega saga, og raunar allmiklu fyllri en áður. Sagan er svo fögur, að sjálfsagt er að taka hana með, þegar um sam- band jarðneskra manna við framliðin börn er ritað. Auk þess sýnir frásaga skáldkonunnar, á hve háu stigi miðils- gáfan stóð á þeim tímum, hve frábærum gáfum hinir miklu miðlar þeirra tíma voru gæddir. Menn vita ekki, hvers vegna nú eru ekki uppi miðlar gæddir slíkum gáfum. Vér vitum aðeins, að svo er ekki, hvernig sem á því kann að standa. Marryat , kapteinn í brezka sjóhernum og síðar einn vinsælasti skáldsagnahöfundur sinna tíma, reit skáldsögur, sem á fjölmörg tungumál voru þýddar, m. a. á íslenzku Persival Keene og Jakob Ærlegur. Dóttir hans, Florence, erfði gáfu föður síns að nokkru leyti, þótt hún næði ekki sömu frægð og hann. Hún reit skáldsögur, sem um skeið voru mikið lesnar, og hún reit ævisögu föður síns, merka. L
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.