Morgunn


Morgunn - 01.06.1962, Side 64

Morgunn - 01.06.1962, Side 64
60 MORGUNN Annað fyrirbrigðið, sem þarna gerðist, var það, að í ljós kom litla veran, sem hún hafði séð á tveim fundum fyrr. Vegna þess að veran hafði áður verið hjúpuð út- frymisefni um munn og höku, hafoi Fl. Marryat í gamni kallað hana „litlu nunnuna sína“. Nú stóð hún þarna enn og beindi björtum augum að skáldkonunni, sem stóð þétt við tjaldið. Miðillinn lét í ljós ógeð á þessari litlu veru, og Fl. Marryat undraði sig á því. Eftir að þessum fundi var lokið, spurði hún miðilinn, hvernig á því stæði, að hún hefði látið í ljós ógeð á þess- ari litlu veru, en miðillinn, ungfrú Cook, svaraði: „Ég get naumast sagt yður það, frú. Ég veit sjálf bókstaflega ekkert um, hver litla veran er. En andlit hennar er ekki rétt skapað. Það er eitthvað að munninum á henni. Ég er hrædd við hana.“ Við þessi orð setti Fl. Marryat hljóða. Þegar hún kom heim, skrifaði hún ungfrú Cook og bað hana að spyrja andaleiðtoga sína, hver litla veran hefði verið. Ungfrú Cook svaraði óðara: Ég er búin að spyrja að þessu, en ég fæ ekki annað svar en það, að litla veran, sem þér spyrjið um og fram kom á fundinum, sé lítil stúlka í mjög nánu sambandi við yður.“ Fl. Marryat gat ekki fengið sig til að trúa því, að „litla nunnan" væri framliðna telpan hennar. Hún reyndi mið- ilssamband heima hjá sér, en það mistókst. í einni anda- orðsendingunni var við hana sagt: „Það er ekki vegna þess, að litla dóttir þín sé of hrein, að henni tekst ekki betur að nálgast þig, það er vegna þess að hún er of veik- byggð. En henni mun takast að tala við þig. Hún er ekki í himnaríki." Vegna þess, hve lítið skáldkonan var enn kunnug sál- rænum málum, vakti þessi staðhæfing, að barnið hennar væri ekki í himnaríki. henni angur og gremju. „Ég gat alls ekki trúað því — skrifar hún — að litla barnið mitt væri ekki í fullsælunni guðlegu. Ég var enn ekki búin að læra þau sannindi, að andinn verður að ganga í gegnum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.