Morgunn


Morgunn - 01.06.1962, Page 78

Morgunn - 01.06.1962, Page 78
74 MORGUNN satt. Skrifað hafði verið í Lundúnum á sömu klukkustund- inni og hann stóð við gröfina, og Eric bætti við: „Og ég var aleinn í kirkjugarðinum“. Annað sinn hafði Erie verið leyft að dveljast í sumar- leyfi niður við sjóinn í nokkrar vikur. Þá skrifaði Gordon eitt sinn heima hjá móður sinni og virtist dapur út af einhverju og kvaðst hafa sorgarfregn að flytja af Eric. Móður hans varð bilt við og hélt að slys hefði komið fyrir Eric. Nei, sagði Gordon, hann er heilbrigður, en hann hefði hegðað sér mjög illa. Skotsilfrið hans hefði verið gengið upp, og hann hefði fyrir tveim dögum farið inn í veðlánarabúð og veðsett þar gullhylkið utan af blý- antinum sínum fyrir 3 shillinga og 6 pence og silfur- hylkið utan af eldspýtustokknum sínum fyrir álíka upp- hæð. Gordin virtist — eftir skriftinni að dæma — vera mjög áhyggjufullur út af öðru eins athæfi. Hann kvaðst hafa „reynt að stöðva hann“ og beðið hann að gá að, hve þetta mundi hryggja mömmu, en hann hefði ekki viljað hlusta á sig. Móðirin varð ekki hrygg út af athæfi Erics, en hana langaði mjög til að fá fulla vissu um, hvort þetta væri satt. Hún skrifaði syni sínum þegar í stað. Þegar svarið kom, gátu þær Nelly ekki varizt hlátri. I svarinu stóð meðal annars þetta: „1 raun og sannleika, nú þykir mér skörin fara að færast upp í bekkinn. Hann virðist vita allt, sem ég gjöri, og hann segir þér það. Það er auðvitað mjög undursamlegt, mamma, og ég skil, hvers virði þér er þetta. Þú sérð, að hann er alls ekki dauður. Nú ættir þú að vera alveg ánægð. En það er víst eins gott fyrir mig að gæta að mér. Það er allískyggilegt fyrir strák eins og mig Próf. Haraldur lauk fyrirlestri sínum með þessum orð- um: „Það er hin sama „órofa tryggð við forna vini“, sem ég held að auðkenni börnin, sem deyja ung. Þau geta aldrei gleymt þeim skyldmennum sínum, er þau skilja eftir hérna megin“.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.