Morgunn - 01.06.1962, Blaðsíða 78
74
MORGUNN
satt. Skrifað hafði verið í Lundúnum á sömu klukkustund-
inni og hann stóð við gröfina, og Eric bætti við: „Og
ég var aleinn í kirkjugarðinum“.
Annað sinn hafði Erie verið leyft að dveljast í sumar-
leyfi niður við sjóinn í nokkrar vikur. Þá skrifaði Gordon
eitt sinn heima hjá móður sinni og virtist dapur út af
einhverju og kvaðst hafa sorgarfregn að flytja af Eric.
Móður hans varð bilt við og hélt að slys hefði komið
fyrir Eric. Nei, sagði Gordon, hann er heilbrigður, en
hann hefði hegðað sér mjög illa. Skotsilfrið hans hefði
verið gengið upp, og hann hefði fyrir tveim dögum farið
inn í veðlánarabúð og veðsett þar gullhylkið utan af blý-
antinum sínum fyrir 3 shillinga og 6 pence og silfur-
hylkið utan af eldspýtustokknum sínum fyrir álíka upp-
hæð. Gordin virtist — eftir skriftinni að dæma — vera
mjög áhyggjufullur út af öðru eins athæfi. Hann kvaðst
hafa „reynt að stöðva hann“ og beðið hann að gá að, hve
þetta mundi hryggja mömmu, en hann hefði ekki viljað
hlusta á sig.
Móðirin varð ekki hrygg út af athæfi Erics, en hana
langaði mjög til að fá fulla vissu um, hvort þetta væri
satt. Hún skrifaði syni sínum þegar í stað. Þegar svarið
kom, gátu þær Nelly ekki varizt hlátri. I svarinu stóð
meðal annars þetta: „1 raun og sannleika, nú þykir mér
skörin fara að færast upp í bekkinn. Hann virðist vita
allt, sem ég gjöri, og hann segir þér það. Það er auðvitað
mjög undursamlegt, mamma, og ég skil, hvers virði þér
er þetta. Þú sérð, að hann er alls ekki dauður. Nú ættir
þú að vera alveg ánægð. En það er víst eins gott fyrir
mig að gæta að mér. Það er allískyggilegt fyrir strák eins
og mig
Próf. Haraldur lauk fyrirlestri sínum með þessum orð-
um: „Það er hin sama „órofa tryggð við forna vini“, sem
ég held að auðkenni börnin, sem deyja ung. Þau geta
aldrei gleymt þeim skyldmennum sínum, er þau skilja
eftir hérna megin“.