Morgunn - 01.06.1962, Side 85
MORGUNN
81
sitt því, að vinna að einingu í þessum sundurlynda og
tvístraða heimi.
En, — eining, — hvað er eining? Hvernig yrði hún
framkvæmd? Hvernig verður komið á einingu meðal
mannanna, eins og þeir eru, sjálfselskufullir, sjálfum-
glaðir, hræsnisfullir, ómerkilegir, glæpsamlegir? Horfum
raunsærri sjón á vandkvæðin. Verða ekki mennirnir að
vera fullkomnir, til þess að eining geti orðið á jörðu?
Mundi ekki manneskja, sem ætlaði að lifa eininguna með
öðrum, verða fyrirlitin, fótum troðin, krossfest?
Anna Spafford valdi gamla leið. Hún, maður hennar
og lítifl hópur vina mynduðu félag. Félagarnir skuld-
bundu sig til að lifa í einingu saman og að hjálpa öðrum
mönnum.
Þetta Chicagofólk ætlaði sér engan veginn að stofna
ný trúarbrögð. Allt var þetta fólk innilega kristið og
sökkti sér niður í að lesa Postulasöguna, til þess að finna
fyrirmynd hins elzta kristna safnaðar til að fylgja. Eftir
fordæmi postulanna flutti allt þetta fólk saman í eitt,
stórt sameiginlegt heimili. Sameign höfðu þeir um alla
fjármuni. Þeir lögðu stund á að þjóna hver öðrum, án
þess að krefjast nokkurs fyrir þjónustuna. Og þessi litli
hópur fann óvænt öryggi og frelsi í sínu nýja lífi.
Meðan þetta fólk reyndi þannig, að líkja eftir fyrstu
fylgjendum Jesú og hafði daglega líf þeirra í Jerúsalem
í huga, bárust því fregnir af hungursneyð og sjúkdómum
í hinni heilögu borg. Þá vaknaði með þeim sú löngun, að
flytjast með starfsemi sína til Jerúsalem, og sú hugmynd
varð að veruleika. Hópurinn fluttist austur til Jerúsalem.
Ýmsar orsakir urðu til þess. Hópurinn lifði enn í fyrsta
hugsjónahitanum og hafði heitar, stórar vonir. Þeir litu
á boðskap himnesku raddarinnar til önnu Spafford, sem
bendingu um fullkomnun kristindómsins og þeir litu svo
á, að frá staðnum, sem varð vagga kristindómsins, ætti
boðskapurinn að berast út um heiminn.
Árið 1881 kom hópurinn til Jerúsalem. Hann tók á
6