Morgunn


Morgunn - 01.06.1962, Page 86

Morgunn - 01.06.1962, Page 86
82 MORGUNN leigu fallegt hús rétt við borgarmúrana. Frá þaksvölun- um blasti við hinn fagri hringur hæða og fjalla, sem um- lykur borgina. Starfið var frá byrjun aðallega fólgið í því, að fara um þröngar götur hinnar helgu borgar, til þess að leita uppi sjúka menn, seðja hungraða og taka að sér foreldralaus börn. Þetta fólk lifði einföldu lífi, sat saman að einu borði og átti saman innilegar guð- ræknisstundir. Um boðun í orði þeirra grundvallarsann- inda, sem hópurinn byggði líf sitt á, var naumast eða ekki að ræða. En öllum, sem heimsótti það, var sagt frá boðskapnum, sem önnu Spafford hafði verið fluttur, meðan hún var dauðvona að velkjast í öldunum. Og þetta fólk benti á, að líf þess væri vitnisburður um þennan sannleika. Við þetta skulum vér nema staðar stundarkorn. Er ekki það athyglisvert, að þessi hópur, sem ætlaði að ryðja veg einingu meðal manna, kaus þá leið, að láta líf sitt, daglegu verkin, predika? Engrar einingar um trúarskoð- anir var krafizt. Með lífi og starfi átti að skapa kristið samlíf, og það er einmitt það, sem þetta kirkjuþing stefnir að. Þegar menn fóru að sjá þann frið, þá samheldni og þá gleði, sem ríkti í þessu litla samfélagi, fór einn og einn að koma og biðja um upptöku í hópinn, vegna þess að þetta væri hinn rétti vegur. Þeir, sem gengu þarna í samfélagið, voru Sýrlendingar frá hafnarbæjum Palest- ínu, nokkrir kristnir Gyðingar og nokkrir menn aðkomn- ir frá Evrópu og öðrum heimsálfum. En flestir nýliðanna voru Austurlandamenn, um 40 talsins. Þetta var ekkert fjölmenni, en þó er ástæða til að undrast fjölgunina, þeg- ar þess er gætt, að krafizt var af nýliðunum, að þeir tækju upp algerlega nýtt líf, flyttust í nýlenduna í Jerúsalem, afsöluðu sér til hennar öllum eigum sínum og lifðu þar ströngu og erfiðu lífi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.