Morgunn


Morgunn - 01.06.1963, Side 68

Morgunn - 01.06.1963, Side 68
62 MORGUNN skal eftir ávöxtunum. Þeir eru guðleysingjar, efnishyggju- menn, fríhyggjumenn. Jafnvel þeir, sem í orði játa kristna trú, ganga ekki í guðshús. Og þeir Evrópumenn, sem koma hingað í nýlendurnar, hafa misst allt samband við kristindóminn. Þeir líta á trúna sem hressingu fyrir ríka og huggun fyrir fátæka. Hinsvegar eru Afríkumenn, sem á síðari tímum hafa tekið trúna, hinir beztu kristnu menn. Með sínum volukristin- dómi fá hvítu mennirnir Afríkumenn til þess að draga stór- lega í efa góðan tilgang kristindómsins, einkum nú þegar þjóðemisstefnan í Afríku er orðin að kröftugu báli“. Stjórnmálamaðurinn C svaraði: „Kynflokkaaðgreining- unni er haldið við innan sumra kristinna kirkna. Ljóst dæmi þess er Hollenzka endurbætta kirkjan í suðurafríska lýðveldinu. Þar er jafnvel predikað, að kynþáttaaðgreining sé í himnaríki! 1 sumum öðrum kirkjudeildum verður þetta fyrir oss í annarri mynd. Þar er það ýmist svo, að þeldökk- ir menn og hvítir hafa hvorir sína ákveðnu stóla í kirkj- unum, eða hvorir sín kirkjuhús algerlega út af fyrir sig. í enn öðrum kirkjum skipa trúboðarnir hvítum mönnum í góða stóla en hinum þeldökku til sætis á gólfinu, sem tíð- um er mjög óhreint. Þarf maður að vera doktor í guðfræði til þess að sjá, að þessi aðgreining í kirkjunum gengur í berhögg við fyrirskipun Drottins vors: „Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig“? Stjórnmálamaðurinn D. svaraði: „Djöfullinn er mynd- aður svartur. Afríkumenn eru svartir. Liggur ekki beint við að draga af þessu þá ályktun, að Afríkumenn séu djöfl- ar. 1 sumum kirkjum er enska orðið „dýrlingur“ þýtt með afrísku orði, sem beinlínis þýðir „hvítur maður eða kona“, og þannig er til þess ætlazt að Afríkumenn ákalli „hvítu mennina“ í himnaríki. Þetta er helgispjöll. Myndir dýr- linganna eru málaðar hvítar í stað þess að mála þá svarta, þegar myndirnar eru ætlaðar þeldökkum mönnum.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.