Morgunn


Morgunn - 01.06.1967, Síða 25

Morgunn - 01.06.1967, Síða 25
MORGUNN 19 legum rannsóknum á þessum sviðum, en lætur sér nægja að halda að mönnum röngum og úreltum erfikenningum, sem hugsandi menn eru löngu hættir að leggja nokkurn trúnað á. Dr. Wickland hefur, fyrir eigin reynslu og rannsóknir, gjörsamlega sannfærzt um það, að sál mannsins lifi af lík- amsdauðann, og að hún geti, þegar hagstæð skilyrði eru fyrir hendi, náð sambandi við þá, sem lifa hér á jörð. Og jafnframt hefur reynsla hans, og þeirra hjónanna, sannfært þau um það, að það sé beinlínis hættulegt fyrir menn að vanrækja að hugsa um þessi mál og gera sér ljósa grein fyrir þeim möguleika, sem þau hjónin raunar telja vera óyggj- andi staðreynd, að líf sé að loknu þessu. Að láta þetta með öllu undir höfuð leggjast, geti og hljóti að valda þeim óþæg- indum og vanlíðan, einkum fyrst eftir dauðann, og gera þeim margfalt erfiðara að átta sig á þeim umskiptum, sem orðin eru. Þessu til sönnunar tilfærir hann í bók sinni mörg dæmi. En ég verð að láta nægja hér að segja aðeins frá einu þeirra. Ég stytti frásögnina allmikið, án þess þó að raska að nokkru meginefni hennar. „Fyrir nokkrum árum áttum við hjónin góða vinkonu, F. W. að nafni. Hún bjó þá í New York og var gift manni, sem henni þótti mjög vænt um. Þau voru hamingjusöm og lifðu heilbrigðu og farsælu lífi. Að einu leyti var þó viðhorf þeirra mjög ólíkt. Frúin var áhugasöm um andleg mál og mjög hlynnt spritisma, en um hann gegndi allt öðru máli. Hann var efnishyggjumaður i húð og hár, taldi sig trúleys- ingja og kvaðst vera sannfærður um, að öllu væri lokið í dauðanum, og allar kenningar um framhaldslíf og samband við látna menn væri hégóminn einber. Um þetta viðhorf sitt ræddi hann stundum við konu sína og sagðist vera staðráð- inn í því að fyrirfara sér, ef hann missti hana, því þá væri hfið sér einskis virði framar. Og hann réði henni til að gera það sama, ef hann dæi á undan henni, og vildi jafnvel taka af henni loforð um að gera það. En hún færðist eindregið undan að gefa slíkt loforð. Nú ber svo við, að maður hennar veikist skyndilega og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.