19. júní


19. júní - 19.06.1998, Side 30

19. júní - 19.06.1998, Side 30
Jafnrétti snýst um samvinnu Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir fjölmiðlafræðingur tók við formennsku í Kvenréttindafélagi Islands í vor. Áslaug hefur fengist við ýmislegt í gegnum tíðina og verið áberandi í útvarpi og sjónvarpi. I spjalli við Hrafnhildi Halldórsdóttur kemur fram að Áslaug er sannkölluð sveitastúlka sem ólst upp hjá afa sínum og ömmu í Biskupstungunum. Áslaug Dóra með son sinn, Jón Nordal, eins og hálfs árs gam/an. r slaug Dóra Eyjólfsdóttir er fædd á köldum febrúardegi árið 1965 á Fæðingarheimilinu í Reykjavík. Móð- ir Áslaugar, Sigurþóra Stefánsdóttir, var að- eins 16 ára þegar Áslaug fæddist og skömmu eftir að Áslaug kom í heiminn fluttu þær mæðgur í sveitina til foreldra Sigurþóru, hjónanna Áslaugar Ólafsdóttur frá Fossá í Kjós og Stefáns Árnasonar sem fæddur var og uppalinn á Skólavörðustíg í Reykjavík. Þau bjuggu þá á Syðri-Reykjum II í Biskupstung- um. „Móðir mín dvaldi fyrst um sinn þarna með mér en ákvað svo að drífa sig í hús- mæðraskóla og það varð úr að ég yrði eftir hjá afa og ömmu," segir Áslaug. Hún segir að það hafi verið yndislegt að alast upp í sveitasælunni. Á Syðri-Reykjum II var um tíma rekin stærsta garðyrkjustöð landsins og á tímabili voru u.þ.b. 30 manns í vinnu á garðyrkjustöðinni. „Afi og amma kynntust í Reykjavík en ákváðu síðan að söðla um, flytja í sveit og hefja garðyrkjubúskap, sem segir sína sögu um þessi hjón," segir Áslaug. „Þegar ég var að alast upp höfðu þau enn söðlað um, afi minn lærði keramikgerð í Dan- mörku og þau starfræktu litla verksmiðju á Syðri-Reykjum þar sem brenndir voru plattar og krúsir." Hún segist alltaf hafa kallað þau pabba og mömmu, sennilega vegna þess að henni fannst ekkert eðlilegra. „Þau voru líka svo ung í anda," bætir Áslaug við og segir að umræðurnar við eldhúsborðið hafi oft verið mjög líflegar. „Amma mín, sem varfædd ár- ið 1909, ólst upp við kröpp kjör og hafði enga möguleika til að mennta sig þannig að hún lagði mikla áherslu á að ég myndi ganga menntaveginn, eins og hún gerði við allar dætur sínar. Henni fannst það afar mik- ilvægt að ég hefði góða vinnu og væri sjálf- stæð, en eina leiðin til þess væri að afla sér góðrar menntunar. Amma mín var einstak- lega vel gefin og vel gerð kona og eins og svo margar konur af þessari kynslóð þá ruddi hún brautina fyrir okkur og það finnst mér við seint geta fullþakkað. Ein af „Tungnafrekjunum" Áslaug fór í Reykholtsskóla í Biskupstungum en lauk 9. bekk í Skálholtsskóla. „Við stelp- urnar vorum alltaf mjög atkvæðamiklar og gjörsamlega kúguðum strákana í bekknum. Við ræddum mikið um jafnréttismál og lás- um heilmikið um þau efni. Á þessum tíma voru að koma út bækur eins og Kvennakló- settið eftir Marilyn French, Praxis eftir Fay Weldon, Kvennalistinn kom fram á sjónar- sviðið og Vigdís var kosin forseti svo þessi umræða brann á okkur. Síðan lá leiðin í Menntaskólann að Laugarvatni og við, þessi stelpnahópur, vorum kallaðar „Tungnafrekj- urnar". Við höldum enn sambandi og hlæj- um oft þegar við rifjum upp skólaárin. Það var alltaf svo mikið að gera og ég tel að dvöl í heimavistarskóla kenni manni ákveðið sjálf- stæði. Engínn sagði manni að fara að læra heldur varð maður sjálfur að passa upp á alla hluti. Svo þarf að sýna ákveðið umburð- arlyndi því lífið í heimavistarskóla er eins og að vera hluti af stórri fjölskyldu." Lærði að lifa á engu Eftir stúdentspróf flutti Áslaug til Reykjavíkur og hóf nám í Háskóla Islands. „Þá var komið að því tímabili að leigja og eiga aldrei aur," segir Áslaug. Hún lauk BA-prófi í ensku, bókmenntafræði og listasögu. Eftir háskóla- námið fékkst Áslaug við ýmislegt, m.a. var hún flugfreyja um tíma, einn vetur fór hún í bakpokaferðalag um Evrópu, Egyptaland og (srael. „Þar lærði ég að lifa á engu," segir Áslaug og hlær. „Ég held að í dag gæti maður varla staðið í svona ferðalagi án allra þæginda." Áslaug var um tíma blaðamaður á Dag- blaðinu, síðan lá leiðin í Ríkisútvarpið þar sem hún starfaði við þáttagerð fyrir útvarp og sjónvarp, m.a. á dægurmálaútvarpi og morgunútvarpi Rásar 2. Ég ákvað síðan að drífa mig í hagnýta fjölmiðlun í Háskóla ís- lands og tók það nám með vinnu svo það var mikið að gera um tíma. Eftir það fór ég ásamt manninum mínum, Sigurði Nordal, til 30

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.