19. júní


19. júní - 19.06.1998, Side 34

19. júní - 19.06.1998, Side 34
Asta Sigurðardóttir var einn af frumkvöðlum módernisma í íslenskri sagnagerð og sögur hennar eru flestum lslendingum kunnar. Asta mun einnig teljast einn af brautryðjendum í íslenskri kvennabaráttu; hún skapaði konum þá virðingu og þann sess í bókmenntum og þjóðlífinu sem þær áttu kröfu á. Kristín Rósa Ármannsdóttir bókmenntafræðingur velti fyrir sér sjálfsmynd jkvenna í smásögu Ástu, Sunnudagskvöld til mánudagsmorguns, í tengslum við kenningu Luce Irigaray um augnaráð karla Asta Sigurðardóttirfæddist 1. apríl 1930 á Litla-Hrauni í Kolbeinsstaðahreppi í Hnappadalssýslu og dvaldi þar til 14 ára aldurs er hún flutti til Reykjavíkur. Foreldrar Ástu voru Sigurður Jónsson bóndi og Þóranna Guðmundsdóttir. Ásta átti eina systur, Odd- nýju. Árið 1946, sextán ára gömul, lauk hún lands- prófi í fyrsta hópnum sem þreytti það próf. Þá um haustið settist hún í Kennaraskólann og lauk kennaraprófi vorið 1950. Ásta sýndi sér- staka hæfileika, bæði í íslensku og myndlist, en teikning átti allan hug hennarog hana dreymdi stóra drauma um frama á því sviði.

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.