19. júní


19. júní - 19.06.1998, Side 40

19. júní - 19.06.1998, Side 40
Fyrsti íslenski kvendoktorinn Þrátt fyrir að vera fyrsti íslenski kvendoktorinn og fyrsti Norður- landabúinn til að Ijúka doktors- prófi frá Sorbonne-háskóla er nafn Bjargar Caritasar Þorláks- dóttur ekki feitletrað í sögubók- um samtímans. Björg galt þess að vera kona í karlaveldi eins og kemur fram í grein Kristínar Þóru Harðardóttur að neðan. í Að ári kemur út afrakstur lang- tímarannsóknar dr. Sigríðar Dúnu Kristmundsdóttur á Björgu, ævi hennar og verkum. Björg ásamt Sig- fúsi Blöndal, eig- inmanni sínum, áður en vinnan við Blöndals orðabók- ina hófst. En það mun verða í sögur fært, þó síð- ar verðí, að fyrsti íslendingurinn sem hefur „dispúterað" þar hafi verið kona.1) Þannig endar Ágúst H. Bjarnason ritdóm í Morgunblaðinu árið 1926. Konan sem Ágúst vísar til er Björg Caritas Þorláksdóttir og afrek hennar var doktorsvörn við Sor- bonne-háskóla árið 1926. Hún var raunar ekki aðeins fyrst (slendinga til að "dispútera" frá þeim virta skóla heldureinnig fyrsti Norð- urlandabúinn sem þar lauk doktorsprófi. Við skulum vona að sá tími komi að sagð- ar verði sögur af Björgu Caritas Þorláksdótt- ur sem um síðustu aldamót lagði land undir fót og hélt til Kaupmannahafnar í því skyni að mennta sig. Það var að vísu ekkert eins- dæmi að konur færu utan til mennta. Konur héldu til Kaupmannahafnar í Ijósmóðurnám, kennaranám og hússtjórnarnám, það er að segja konur menntuðu sig til starfa sem enn í dag kallast hefðbundin kvennastörf. Björg settist hins vegar á skólabekk til að læra heimspeki. Ótroðnar slóðir. Björg var fædd hinn 30. janúar 1874 á Vest- urhópshólum í Húnavatnssýslu. Uppeldi hennar virðist hafa verið með hefðbundnum hætti á þeirra tíma mælikvarða. Björg þótti snemma skýrleiksstúlka og raunar má segja að bóknám hafi legið vel við þeim öllum fjór- um systkinunum frá Vesturhópshólum og öll voru þau sett til mennta. Sigurbjörg lærði Ijósmóðurfræði og tók síðar einnig kennara- próf. Magnús gekk í Flensborgarskóla í Hafn- arfirði og fór síðar í búnaðarskóla í Noregi. Jón tók stúdentspróf úr Lærða skólanum og stundaði verkfræðinám í Kaupmannahöfn. Jón er tvímælalaust þekktastur af þeim systk- inum og varð forsætisráðherra og síðar borgarstjóri í Reykjavík. Björg stundaði nám í kvennaskólanum á Ytri-Ey á Skagaströnd 1890-1893 en þar réði þá ríkjum Elín Briem, annálaður kvenrétt- indafrömuður og höfundur Kvennafræðar- ans sem fyrst kom út árið 1889. Elín Briem var kröfuharður skólastjórnandi og valdi kennara sína ætíð af mikilli kostgæfni. Björg hefur greinilega staðið undir þeim kröfum sem Elín gerði því hún varð kennari við skól- ann að loknu námi þar, frá 1894-1897. En hugur Bjargar stefndi hærra og með aðstoð bróður síns Jóns Þorlákssonar undirbjó hún sig fyrir frekara nám og hélt til Danmerkur með honum 1897. ( Kaupmannahöfn tók Björg stúdentspróf 1901 og síðan próf í heimspeki frá Hafnarháskóla 1902. 40

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.