19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1998, Qupperneq 42

19. júní - 19.06.1998, Qupperneq 42
I hafi ekki þann eina tilgang að koma í veg fyrir getnað heldur stuðli þær að því að konur geti haft meiri ánægju af kynlífinu þar sem óttinn við getnað vofi ekki sífellt yfir þeim. Auk þess sem upp er talið hér skrifaði Björg greinar um samúðina, um kenningar Sigmunds Freud, um dauðann, um samþróun líkama og sál- ar o.fl. Bækur hennar og þýðingar fjalla m.a. um mataræði og þjóðþrif, um svefn og drauma, um menntamál kvenna o.fl. Auk þess skrifaði hún leikrit og Ijóð og þýddi erlend skáldverk. Þó svo að Ijóðabók hennar hafi sennilega ekki mikið bókmenntalegt gildi og teljist ekki til stór- virkis á því sviðinu þá eru Ijóð hennar e.t.v. besta heimildin um líf hennar og þær tilfinningar sem hún bar í brjósti. ( þekktasta Ijóði sínu fjallar hún um þá hlekki sem af henni hrundu þegar vinn- unni við orðabókina lauk. Þessari umfjöllun um merka konu lýkur með hennar eigin orðum: Orðabókinni miklu lokið, Eftir 20 ára starf.7> Ó, fjötrarnir hrundir, sem ár eftir ár í álögum sálu mína bundu! Og læstu í huga mér frostnótta fár, sem felldi hrím á unga gróðrarlundu. Ó, þrautirnar unnar, sem Skapanorn mér skóp, er skráfesti' hún urðarrúnir mínar! þó orðabókin þegi um anda míns óp, um aldir þögul ber hún minjar sínar. Und ösku varfalinn minn fjörneisti klár og felhellu, er andans glóðir svæfði. Og tíminn og gleymskan að verki voru um ár.— — Eg vissi ei lengur, hvort frelsið mér hæfði. En andi minn fellir nú álöguhjúp. — Og andræn glóð um hug og sálu streymir. Sem vorblær úr dái æ vekur moldarhjúp, svo vaknar neisti, er biðlíf sálar geymir. Sem vorsól úr hrími fær vakið daggtár nótt, svo vermir hug og frjóvgar neisti hulinn. — Hann lífglóðum örþyrstum anda vekur þrótt, unz aftur lifnar gróður sálar dulinn. Tilvitnanir. 1) Morgunblaðið 20. júní 1926. 2) Sigfús Blöndal: íslensk-dönsk orðabók. Rvk. 1920- 1924, formáli bls.VII-XIII. 3) Björg Einarsdóttir: Úr ævi og störfum íslenskra kvenna. Rvk. 1984, bls. 187. 4) Björg C. Þorlákson: Ljóðmæli. Rvk.1934, bls. 97. 5) Morgunblaðið 23. mars 1934. 6) Skírnir 81. árg. 1907. 7) Björg C. Þorlákson: Ljóðmæli. Rvk. 1934, bls. 48. Rökkurljóð á skálmöld Hlýddu á sögu mína meðan nóttin líður meðan óttinn ríður gandreið heim á hlað. Meðan úti í löndum drýpur blóð af bröndum. Svört eru spor á söndum og sumra hjörtu köld. Hlýddu á sögu mína hún er um óskir þínar hún er um blómið hvíta og heimana sjö. Lygin er eins og flagðið með höfuðin tvö. Blóð er í sporum kynslóðanna og böl á hvers manns leið. Hverjir vilja efla þann harmanna seið? Hlýddu á sögu mína. Sólir margar skína á bak við þokubakka og blóðlitaða klakka. En geislarnir týnast því leiðin er svo löng. Geislarnir týnast í gilin myrk og þröng. Reyndu að finna einn og einn og fela í hjartastað. Eflaust launar sólin þér sjálf fyrir það ef hýsirðu ljósið í hjarta þíns stað. Steinunn Eyjólfsdóttir 42
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.