19. júní


19. júní - 19.06.1998, Síða 59

19. júní - 19.06.1998, Síða 59
Upp með hlaupaskóna ! Eldri og yngri — af öllum stærðum og gerðum — reimuðu yfir 2.000 konur á sig hlaupaskóna og hlupu fyrsta Kvennahlaup ÍSÍ frá Vífilsstaðatúni í Garðabæ hinn 19. júní árið 1990. Ekki var fjöldinn þar með allur upp talinn því að um 500 konur hlupu undir merkjum hlaupsins frá 7 öðrum rásmörkum víðs vegar um landið þennan r-w i ’ M ÍJ* ' í l"t0,’XýÍ ' «L K k - Æ& jmjkaiJf ■ ( "" flra m | sama dag. Kvennahlaupið var greinilega komið til að vera og hefur verið hlaupið einu sinni á ári allar götur síðan. Ekki hefur heldur verið hægt að kvarta yfir áhuganum og hefur fjöldi hlaupara og rásmarka farið vaxandi með árunum. Til dæmis hlupu 23.000 konur frá 82 rásmörkum út um landið allt og í útlöndum Kvennahlaupið á síðasta ári. Stærsta Kvennahlaupið hefur farið fram í Garðabæ og hefur fjöldinn í því hlaupi farið upp í um 7.600 konur. Annað hlaup á Stór- Reykjavíkursvæðinu er í Mosfellsbæ. Úti á landsbyggðinni undirbúa valkyrjur (slands hlaupið í sínu byggðarlagi. Án þeirra væri jafn öflugt Kvennahlaup ekki mögulegt. Markmið Kvennahlaupsins er að hvetja konur til þátttöku í íþróttum og er ekki óalgeng sjón að sjá nokkra ættliði hlaupa saman. ( Kvennahlaupinu er engin tímataka og lögð er áhersla á að hver kona komi í mark á sínum hraða með bros á vör. Ekkert er því til fyrirstöðu að konur taki upp hlaupaskóna og veri með í tíunda Kvennahlaupinu hinn 19. júní 1999. Helga Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Kvennahlaups ÍSÍ. Ártöl og áfarigar í sögu íslenskra kveriria I ritinu er sagt frá konum sem rutt hafa brautina á ýmsum sviðum þjóðlífsins. Fjallaö er um samtök kvenna, íþróttir, listir og menningu, blöð og tímarit kvenna, auk merkra atburða í sögu kvenna. Bókin er heimilda- og uppflettirit sem nýtist öllum þeim sem vilja fræðast um áfanga í sögu kvenna á íslandi. Bókin er i kilju og er 210 blaðsíöur. Artöl og áfangar i sögu íslenskra kvenna er til sölu i helstu bókabúðum og i Þjóðarbókhlöðu þar sem hún fæst á kr. 2000. Kvennasögusafn lslands (5ullkistan Sérverslun með kvensilfur Bjóðum eldri munsturgerðir Onnumst allar viðgerðir, hreinsun og gyllingar. Allar upplýsingar um hefð og gerðir búninga eru veittar á staðnum. (OuUktstan Frakkastíg 10 - Sími:55l 3160 59

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.