19. júní


19. júní - 19.06.1998, Side 69

19. júní - 19.06.1998, Side 69
Menntasmiðju kvenna, Akureyri, Hefur starfsfólk fyrirtækja jafnan aðgang að sí- menntun? Randver Fleckenstein, Forskot, stjórnunar- og rekstrarráðgjöf. 1 pallborðsumræðunum tóku þátt: Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, Björk Vilhelms- dóttir, formaður BHM, Þórarinn V. Þórarins- son, framkvæmdastjóri VSÍ, Ásta Möller, for- maður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Fundarstjóri var Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir Kvenréttindafélagið hefur tekið að sér að sjá um íslenska þátttöku í Vestnorrænni ráð- stefnu sem haldin verður í Þórshöfn í Færeyj- um dagana 5. - 8. júní. Á ráðstefnunni munu (slendingar, Færeyingar og Grænlendingar fjalla um ofbeldi gegn konum, vinnumarkað- inn með tilliti til jafnréttis kynjanna, fjöl- skyldustefnu og þátttöku kvenna í stjórnmál- um. Hólmfríður Sveinsdóttir hefur verið okk- ar fulltrúi í undirbúningsnefndinni. Womens world - Alþjóð- leg ráðstefna 20. - 26. júní 1999 Norræna ráðherranefndin hefur beðið Kven- réttindafélagið um að sjá um íslenska þátt- töku í norrænni sýningu og smiðju á alþjóð- legri ráðstefnu sem haldin verður í Tromsö dagana 20. - 26. júní n.k. Rætt hefur verið um að auglýsa eftir þátttöku þar sem beðið verður um lýsingu á verkefni eða framlagi viðkomandi. KRF( muni síðan velja þátttak- endur úr hópi umsækjenda. Ráðstefnan verður að öllum líkindum yfirgripsmikil og fjölmenn. Hún mun þó ekki verða jafn fjöl- menn og norrænu kvennaþingin sem haldin hafa verið, enda er gert ráð fyrir virkri þátt- töku allra sem ráðstefnuna sækja. Sigrún Edda Jónsdóttir hefur séð um undirbúning okkar vegna ráðstefnunnar. Félaginu var boðið að senda fulltrúa sinn á ráðstefnu Norrænu ráðherranefndarinnar í Þórshöfn, Færeyjum, 18. - 20. september 1998 og sótti Sigrún Edda Jónsdóttir hana fyrir félagið. Yfirskrift ráðstefnunnar var „Smánationer - kön og visioner". Þátttak- endur voru frá Álandseyjum, Færeyjum, Grænlandi, Islandi, Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Dagskrá ráðstefnunnar var fjölbreytt og komu fyrirlesarar víða að. Eins og sjá má af yfirskriftinni var viðfangs- efnið sérstaða lítilla samfélaga hvað varðar jafnréttismál. Önnur verkefni félagsins á árinu 19. júní Eftir samfellda útgáfu félagsins á blaðinu 19. júní frá árinu 1951 urðu þau leiðu tíðindi á síðastliðnu ári að félaginu var ókleift að gefa blaðið út. Samið hafði verið við Ásdísi Olsen um að ritstýra blaðinu og valdi hún með sér ritnefnd. Fulltrúi stjórnar félagsins í ritnefnd- inni varÁsta R. Jóhannesdóttir. Skömmu fyr- ir útgáfu blaðsins kom upp ágreiningur á milli stjórnar annars vegar og ritstjóra og rit- nefndar hins vegar um skoðanakönnun sem ritstjóri og ritnefnd stóðu fyrir og til stóð að vinna úr í blaðinu. Því miðurtókust ekki sætt- ir og því fór sem fór. Tímaskortur kom í veg fyrir að hægt væri að ráða nýjan ritstjóra og ritnefnd til að vinna blaðið. Það var því sam- dóma álit stjórnar félagsins að gefa útgáfu blaðsins upp á bátinn þetta sinnið. Fréttabréfíð Félagið gaf út fjögur fréttabréf á árinu og var fréttabréfið enn sem fyrr vettvangur skoð- anaskipta og upplýsinga. Þarvareinnig starf- semi félagsins kynnt og störf nefnda og stjórna sem félagið á aðild að fékk þar jafn- framt kynningu. Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir hefur séð um fréttabréfið ásamt Sigrúnu Eddu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra félags- ins. Gegnum glerþakið Félagið gaf út bókina Gegnum glerþakið - Valdahandbók fyrir konur og hélt af því til- efni blaðamannafund og útgáfuteiti 3. mars sl. Gegnum glerþakið - Valdahandbók fyrir konur er full af heilræðum, reynslusögum og fróðleik frá norrænum stjórnmálakonum. Bókin er að uppistöðu þýðing á Krossa glastaket - Makthandbok för kvinnor, sem kom út í Svíþjóð á liðnu ári og vakti þar verð- skuldaða athygli. Höfundarnir, sem eru sænskar blaðakonur, komu hingað til lands á liðnu ári til að ræða við Vigdísi Finnboga- dóttur og íslenskar stjórnmálakonur. Úr við- tölunum unnu þær íslenska viðbót við bók sína og fléttuðu hana inn í textann. Björg Árnadóttir þýddi bókina úr sænsku. Gegnum glerþakið - Valdahandbók fyrir konur er enn eitt framlag félagsins til barátt- unnar fyrir þátttöku íslenskra kvenna í stjórn- málum. KRFf vill með útgáfu bókarinnar örva umræðuna um aðstæður kvenna í stjórnmál- um og vonast til að hún geti styrkt íslenskar stjórnmálakonur til nýrra átaka og sigra. Þá er þess vænst að reynsla kvennanna, sem í bókinni segja sína sögu, megi vísa þeim kon- um veginn sem eru að stíga sín fyrstu skref í stjórnmálum. Bókin hefur fengið góðar viðtökur og eygjum við ágæta sölu sem ekki er vanþörf á fyrir fjárlítið félagið. Bókin var styrkt af ýms- um aðilum og hefur þegar með styrkjunum fengist fyrir kostnaði vegna þýðingar og prentunar hennar. Ráðherraskipuð nefnd til að auka hlut kvenna í stjórnmálum Félagsmálaráðherra skipaði á síðastliðnu hausti nefnd sem falið var að skipuleggja þverpólitískar aðgerðir til að auka hlut kvenna í stjórnmálum. KRF( var boðið að til- nefna fulltrúa í nefndina og þáði það boð. Ragnhildur Guðmundsdóttir var tilnefnd af hálfu félagsins. Nefndin hefur vakið mikla at- hygli í samfélaginu með aðgerðum sínum og talið er að hún hafi þegar skilað nokkrum ár- angri. Staðið var fyrir auglýsingaherferð þar sem formenn stjórnmálaflokkanna komu fram á mynd við kynbundna iðju hins kynsins. Þá hefur nefndin staðið fyrir auglýsingum í sjónvarpi þar sem konur eru hvattar til að velja sinn fulltrúa í prófkjörum. Nefndin hefur haldið fundi víða um land til að kynna verk- efni sitt og hvetja til aukinnar þátttöku kvenna í stjórnmálum. Auk KRFÍ eiga þing- flokkar á Alþingi fulltrúa í nefndinni. NIKK Kvenréttindafélagið vinnur áfram að gerð gagnagrunnar um kvennahreyfinguna á (s- landi fyrir NIKK (Nordisk institutt för kvinne- och könnsforskning) og tekur þannig þátt í að byggja upp net kvennahreyfinga á öllum Norðurlöndunum. Norræna ráðherranefndin styrkir verkefnið. Hún greiðir þann kostnað sem fellurtil sameiginlega hjá öllum löndun- um, en gert er ráð fyrir að þátttökuaðilar greiði þann kostnað sem hlýst af verkefninu í hverju landi. Því miður hefur enn ekki tekist að fá styrk til þessa verkefnis KRFl en von- andi rætist þar úr. Kristín Einarsdóttir hefur séð um aðild okkar að þessu starfi. Nefndir og stjórnir sem Kvenrétt- indafélagið á fulltrúa í Félagið á fulltrúa í ýmsum nefndum, stjórn- um og ráðum. Ég mun ekki í þessari skýrslu minni gera grein fyrir því mikilvæga starfi sem þar er unnið en bendi á að á fundinum liggja frammi skýrslur frá fulltrúum okkar. Hallveigarstaðir Kvenréttindafélagið hefur haft umsjón með Hallveigarstöðum síðastliðin tæp tvö ár. Sig- rún Edda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri fé- lagsins, er einnig framkvæmdastjóri hússins í hálfu starfi. Nokkuð annasamt hefur verið í starfi hennar fyrir húsið eins og sjá má í skýrslu hennar sem hér liggur frammi. Þar kemur einnig fram að fjárhagsstaða hússins er slæm. Arðgreiðslur til félaganna hafa leg- ið niðri um nokkurn tíma og mikil vinna hefur farið í að fá leigjendur að húseigninni. Það er af sem áður var að einn stór leigjandi, menntamálaráðuneytið, leigði mestallt hús- næðið með öllu því sem þar er, göngum og geymslum. Sigrún leggur til í skýrslu sinni að félögin selji húsið. Hún tekur þannig undir margra ára tillögu stjórnar félagsins en eins og kunnugt er hafa hinir eigendurnir ekki verið eins áfjáðir í að selja. Nú brá þó svo við að fulltrúi Bandalags kvenna í Reykjavík í hús- nefnd bar upp tillögu á síðasta fundi nefnd- arinnar um að kannað yrði hvað fengist fyrir húsið í sölu. Svo er að sjá hvað gerist. Seljist húsið er fjárhagsleg framtíð félagsins tryggð. Fjárhagsstaðan Fjárhagsstaða félagsins hefur lengi verið erf- ið enda eru bein framlög til félagsins einung- is 500 þús. kr. árlega á fjárlögum og á fyrrum formaður félagsins, Bryndís Hlöðversdóttir, ásamt öðrum ágætum þingkonum umfram aðra heiðurinn af því að hafa komið félaginu aftur inn á fjárlög. Félagsgjöld heimtast því 69

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.