Frjáls verslun - 01.04.2003, Page 23
BANKAMAL í BRENNIDEPLI
EBA EKKISIÐLAUST?
Allt í lílgL.
Þeir, sem telja þetta eðlilegt, segja að það sé alþekkt erlendis
að heilu deildirnar séu ráðnar á milli banka, en að þetta sé
nýtt og óvenjulegt á Islandi. Þeir benda á að aðstæður hjá
Búnaðarbankanum hafi verið mjög óvenjulegar þar sem búið
var að ákveða sameiningu við Kaupþing og legið hafi í loftinu
að starfsmönnum yrði sagt upp. Starfsmenn hafi séð mikla
skörun við hið sterka verðbréfasvið Kaupþings og það væri
hrein heimska af þeim að meta stöðuna öðru vísi en svo að
þeir gætu allt eins verið látnir hætta. Attu þeir þá að vera á
götunni og naga sig í handarbökin yfir því að hafa ekki
þekkst atvinnutilboð nokkrum vikum áður? Eða að vinna við
þær aðstæður í sameinuðum banka að þeim yrði ýtt úr þeim
lykilstöðum sem þeir væru í? Sömuleiðis er sagt að starfs-
menn Búnaðarbankans hafi ekki búið yfir slíkum leynilegum
upplýsingum um markaðinn og stefnu Kaupþings sem aðrir
vissu ekki um - hvað þá að þeir gætu nýtt sér þær upplýs-
ingar. Þó er viðurkennt að þegar kemur að siðferði starfs-
manna varðandi þær upplýsingar sem þeir búa yfir haldi í
raun engir múrar nema eigin samviska hvers starfsmanns.
Siðlaust...
Þeir sem átelja þessi vinnubrögð og segja þau siðlaus færa þau
rök að það líti undarlega út að eitt fýrirtæki geti ráðist á annað,
sem það á í harðri samkeppni við, með það að markmiði að ná
viðskiptum af því með þvl að kaupa starfsmenn þess. I stað
þess að kaupa fýrirtækið þá kaupi þeir starfsmennina. Þeir
segja að það hljóti auðvitað að vera tilgangurinn hjá Lands-
bankanum þegar til lengdar lætur þótt fyrirtæki og viðskipta-
vinir banka hlaupi ekki frá einum banka til annars samdægurs
og elti starfsmenn þeirra. Menn séu íhaldsamir gagnvart
bönkum og skipti við þá banka sem vinni hraðast og þar sem
þeir fá bestu þjónustuna og bestu kjörin. Hinir sömu fullyrða
hins vegar að dómar hafi gengið erlendis um „svona áhlaup og
hertökur“ og þar hafi slíkt ekki reynst heimilt út frá sam-
keppnislögum. Ekkert mál af þessu tagi hefur verið rekið hér-
lendis fýrir dómstólum. Til að setja siðferðið í þessu einstæða
máli í irekara samhengi benda þeir á þá stöðu sem kæmi upp
ef helstu starfsmenn og framkvæmdastjórar hjá Flugleiðum,
Skeljungi og Eimskip segðu þar upp til að hefja störf hjá
Iceland Express, Olíufélaginu og Samskipum - og mættu þar
daginn eftir eins og ekkert væri. B3
Húnljósritar,
prentar og faxar
eins og ekkert
og ^
fer aldrei í
sé
Optima er aðili að rammasamningi Ríkiskaupa.
nashuatec
Hraðvirk, fjölhœf og hljóðlát.
Allt að fjórar einingar í einni vél!
Ljósriti, prentari, fax og skanni
OPTÍMA
Ármúla8-108 Sími 588 9000
23