Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2003, Síða 33

Frjáls verslun - 01.04.2003, Síða 33
STJÓRNUN JflCK WELCH Jack Welch: „Ráðið keppnisfólk“ Efdr Jón G. Hauksson Jack Welch kom víða við á fundi sínum á Nordica hótelinu. Hann ræddi um mikilvægi þess að stjórnendur hefðu tilfinningu fyrir rekstrinum og löðuðu til sín góða starfsmenn - sem væru sölumenn í sér, hvaða starfi sem þeir annars gegndu - og vildu ná árangri. Það hefði allt að segja. „Þetta er eins og í íþróttum. Þið verðið að ná í bestu leik- mennina og það er ykkar hlutverk að láta þá ná vel saman og vinna sem lið sem ætlar sér ekkert nema sigur í leiknum." Hann bætti við að það væri hlutverk stjórnenda að tendra neistann og ná upp þessum sigurvilja. „Látið fólk finna til sín, látið það skynja að það hafi áhrif; þannig fyllist það eldmóði og fær ástríðu á starfinu. Gleðin og ánægjan í starfi skiptir öllu máli. Gerið allt til þess að fólki finnist gaman í vinnunni og að það njóti þess að ná settum markmiðum.“ Mikilvægi sjálfstrausts Welch sagði að stjórnendur ættu að koma sér upp skipulögðum verðlaunakerfum gagnvart starfs- mönnum til að þeir næðu markmiðum fyrirtækisins; m.a. kerfi er byggðist á bónusum og kauprétti á hlutabréfum. „Utkoma alls fyrirtækisins er það sem skiptir máli, þess vegna er mikil- vægt að horfa á heildina; að heildin nái árangri. Bónusar, sem eingöngu ganga út á að verðlauna einstakar deildir, ná ekki tilætluðum árangri gagnvart öllu fyrirtækinu. Þeir geta raunar haft hræðilegar afleiðingar og sökkt því. Borgið öllum bónusa út frá heildinni, þannig að allir fari að hugsa meira um heild- ina.“ Hann sagði að það væri samt ekki nóg að setja upp verð- launa- og afkastahvetjandi kerfi til að fólk hefði garnan af vinn- unni og yrði æst í að ná árangri. „Þið verðið að leggja áherslu á heiðarleika, óformlegheit og stöðugleika í fyrirtækjum ykkar. Starfsmenn verða að vita hvar þeir standa og hvar þeir hafa yfir- mann sinn. Starfsmenn verða að fá klapp á bakið og finna fyrir trausti frá yfirmanni sínum, það skapar sjálfstraust. Enginn nær árangri án sjálfstrausts og eldmóðs. Heiðarleiki er að segja hlutina eins og þeir eru. Það gengur ekki að segja „vel gert“ við einhvern starfsmann og reka hann svo heim daginn eftir. „Heim, þú sem sagðir að ég hefði unnið vel og ég væri góður“. Þið verðið að byggja starfsmenn ykkar upp og endurhlaða orku þeirra, þeir eru auðlind ykkar.“ Hvar er hagnaðurinn? Jack lagði mikla áherslu á að stjórn- endur og starfsmenn spyrðu sig sífellt urn hagnað af verk- efnum. „Það er ekki nóg að einblína á söluna. Hvar er hagnað- urinn? Hver þekkir ekki að gerðir hafi verið miklir sölu- samningar í desember, í lok ársins, þótt þeir væru ekki nægi- lega hagkvæmir, bara til að ná sölumarkmiðum ársins." Þótt General Electric sé eitt allra stærsta fyrirtæki heims - með starfsemi um allan heim og 300 þúsund starfsmenn - er ljóst að Welch hefur miklar mætur á litlum fyrirtækum og hversu hvik þau geta verið. „Haldið ykkur við smáfyrirtækisbraginn þótt þið verðið stórir. Það er affarasælast. Stórrekstur getur mjög auðveldlega orðið ljótur, leiðinlegur, ijarlægur, erfiður og ekkert nema skriffinnskan. Njótið þess að vera stórir, en stjórnið samt þannig að sveigjanleikinn hverfi ekki og að menn missi ekki marks á aðalatriðinu; að vinna vel, vera sam- keppnishæfari en keppinautarnir í þjónustu og verði, og njóta þess að fagna smáurn sem stórum sigrum, eins og svo auð- velt og gaman er að gera í smáum fyrirtækjum. Það er mikil- vægt að fagna sérhverjum árangri og njóta þess að sigra.“ Welch var spurður urn það hvernig honum hefði tekist að sameina fjölskyldulíf sitt og forstjórastarf. Hann sagðist vera mikill golfáhugamaður og að hann hefði fundið sér tíma fyrir golf, m.a. þegar hann hefði átt að vera í vinnunni og ekki síst þá hefði verið spennandi og gaman að spila. Golfið er leiðinlegt þegar maður er kominn á eftirlaunaaldurinn.“ Það fer ekki á milli mála að hér fer mikill reynslubolti. Það var vel til fundið að fá hann hingað til lands. S3 EPSON® Stylus 950 ALVORU UOSMYNDA- PRENTUN • Prentar á A4 blöS og rúllupappír • 7 lita prentun, 5760 api upplausn • Prentar beint á geislaaiska • InnbyggSur pappírsskeri HmftiiRus LAUGAVEGI 178 • SIMI 570 7575 • www.hanspetersen.is 33
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.