Frjáls verslun - 01.04.2003, Page 36
Fréttaskýring SH og SÍF
Yfirtaka eða sameining? Mönnum ber ekki saman um hvaða ástæður eru fyrir því að ekki náðist saman um sameiningu SH
og SÍF. SÍF sakar SH um vilja til yfirtöku en SH segir að byrjað hafi verið á vitlausum enda. Ekki er gott að segja hvað liggur
í kortunum en þó er Ijóst að Róbert hefur unnið að því að fá fjárfesta frá Nýja-Sjálandi og Kanada inn í SH.
Lítíð fer fyrir áhuga á sameinmgu SH
og SÍF enda má búast við að hann sé
úti í bili nema eitthvað nýtt gerist og
menn taki upp þráðinn. Umræðan um
sameiningu útflutningsrisanna í sjávar-
útvegi er ekki ný af nálinni. I kjölfarið á
falli Sambandsins á sínum tíma var
möguleikanum á sameiningu SH og
Islenskra sjávarafurða, IS, sem og mögu-
leikanum á sameiningu SIF, IS og SH,
velt upp með lauslegum útreikningum á samlegðaráhrifum án
þess að það færi sérstaklega hátt. A tíunda áratugnum var SH
og ÍS breytt í hlutafélag og árið 1998 var unnið að sameiningu
SH og ÍS en ekki náðist saman um skiptahlutföll á þeim tíma.
Síðar voru hins vegar fyrirtækin SIF og IS sameinuð. Frá 1998
hefur hugmyndin um sameiningu SH og SIF öðru hvoru komið
tíl umræðu en það var fyrst eftir ræðu Róberts Guðfinnssonar,
stjórnarformanns SH, á aðalfundi SH í fyrravor sem umræðan
komst verulega á skrið. SH óskaði þá þréfleiðis eför viðræðum
við SÍF en SIF svaraði því til að fyrirtækið hefði ekki áhuga að
sinni. Það myndi hafa samband og stofna til viðræðna við SH á
eigin forsendum þegar og ef tækifæri gæfist til. Það varð um
haustið og í lok nóvember hittust forstjórarnir Gunnar Svavars-
son, SH, og Gunnar Örn Kristjánsson, SÍF, og stjórnarfor-
mennirnir Róbert Guðfinnsson, SH, og Friðrik Pálsson, SÍF, úti
á landi og fóru yfir málið.
Fá botn í málið Niðurstaða þessa óformlega fundar var sú að
samlegðaráhrif væru nægilega mikil til að
halda áfram að skoða sameiningu.
Ákvörðun var tekin um að hefja viðræður
en strax eftir helgina var send út
tilkynning um að viðræður væru ekki í
gangi. SÍF menn segja að það hafi verið
vegna Róberts Guðfinnssonar - hann hafi
skipt um skoðun. Málið var hins vegar
komið á rekspöl og stöðugur orðrómur
var í gangi í þjóðfélaginu allt sl. haust, ekki
síst fyrir tilstuðlan Róberts sem var duglegur að tala fyrir sam-
einingu. Þar kom að stjórnendur SIF töldu að orðrómurinn væri
farinn að skaða félögin, nauðsynlegt væri að fá botn í málið og
þvi voru samningaviðræður teknar upp í byijun ársins. I samn-
inganefndinni voru stjórnarformennirnir Friðrik og Róbert og
svo Aðalsteinn Ingólfsson, fulltrúi S-hópsins, og Þórður Már
Jóhannesson, fulltrúi Straums, fyrir hönd SIF og Rakel Olsen,
stjórnarformaður Sigurðar Ágústssonar, Þorsteinn Vilhelms-
son, stjórnarformaður Afls, og Gunnlaugur Sævar Gunnlaugs-
son, framkvæmdastjóri UVS, fyrir hönd SH. Samninganefndin
hittíst nokkrum sinnum en fljótlega varð ljóst að sameining gæti
ekki orðið, til þess þæri of mikið á milli og í byijun mars var lýst
yfir að niðurstaða lægi fyrir - sameining yrði ekki að veruleika.
Mjög er misjafnt hvaða ástæður menn tilgreina fyrir þessari
niðurstöðu og er ýmislegt nefnt - allt eftír því við hvern er talað
- td. skiptahlutföll, aðferðafræði, meint yfirtökutilhneiging,
áhugaleysi, ágreiningur milli manna og kannski hafði hallar-
byltingin í SH á sínum tíma einhver áhrif, allavega virtust fyrir-
/
Sameining SH og SIF er fyrir bí -
í bili ad minnsta kosti. Ahugi
manna beinist nú frekar ab hugs-
anlegum kaupum Nýsjálendinga
og Kanadamanna á hlut í SH.
Eftír Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur
36