Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2003, Page 42

Frjáls verslun - 01.04.2003, Page 42
NÆRMYND ÁRNIVILHJÁLMSSON Arni Vilhjálmsson stýrir einu stærsta sjávarútvegs- fyrirtæki landsins og hefur alið upp stóran hluta af atvinnustjórnendum landsmanna ígegnum kennslu sína við Háskóla Islands. Hann er lærifaðir flestallra viðskiptafræðinga yfir 25 ára aldri. Árni Vilhjálmsson, starfandi stjórnar- Efiir Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur Myndir: Geir Ólafsson Arni Vilhjálmsson, prófessor og starfandi stjórnarfor- maður Granda, er höfðingi mikill, vandaður maður og skarpgreindur, djúpur hugsuður og hugmyndasmiður góður en orðvar maður og varkár í því sem hann lætur frá sér fara á opinberum vettvangi. Arna er annt um persónu sína. Honum er lýst sem kletti af þeim sem til hans þekkja, traust- um vini og ráðagóðum. Hann er sagður „yndislegur maður“, eins og einn viðmælenda Fijálsrar verslunar orðaði það, „albesti maður sem ég þekki“, útsjónarsamur og heiðarlegur, kennari ástsæll, metnaðarfullur, áhugasamur og alvörugefinn en þó viðræðugóður, ræðinn og launfyndinn í samtölum. Árni getur verið snöggur til svara ef svo ber undir. Hann vinnur misjafnlega vel með fólki en á nokkuð gott með að laða aðra til vinnu. Sumir segja að hann sé afar sérstakur maður og alls ekki allra. Uthugsar málin Ágúst Einarsson prófessor hefur starfað lengi með Árna, bæði við Háskóla Islands og í stjórn Granda. ,Árni er afskaplega vandaður maður í alla staði og mikill hugs- uður. Hann segir ekkert eða gerir fyrr en hann er búinn að fullhugsa það mál. Það er mikill kostur að hann tekur ekki afstöðu fyrr en hann er búinn að hugsa sig vel í gegnum málið. Það eru vinnubrögð sem fáir hafa tileinkað sér en eru til fyrir- myndar. Hann er afskaplega farsæll kennari og hefur útskrifað flesta viðskiptafræðinga og endurskoðendur landsins. Þeir bera honum vel söguna. Á sviði Ijármála og endurskoðunar er hann „Nestor" Islands og verður seint og varla fullþakkað hvað hann hefur gert mikið gagn fyrir menntun viðskiptafræð- inga á undanförnum áratugum," segir hann. Sem Stóri bróðir Árni er fæddur inn í sjávarútveginn og á sterkar rætur í fortíðinni, bæði persónulega og viðskiptalega. Sjávarútvegurinn er honum afskaplega mikils virði og má segja að hann hafi sjávarútveginn í blóðinu. Faðir hans, Vilhjálmur Árnason, var einn helsti togaraskipstjóri landsins á sínum tíma og áttu þeir Vilhjálmur og Loftur Bjarnason, faðir Kristjáns Loftssonar í Hval, saman Fiskveiðahlutafélagið formaður Granda, við líkan af togar- anum Ingólfi Arnarsyni sem var fyrsti nýsköpunartogarinn sem kom til landsins og fyrsti togari BÚR. Árni á sterkar rætur í sjávarútvegi en faðir hans var á sínum tíma þekktur afla- skipstjóri á togurum. Venus sem var og er stærsti hluthafinn í Hval hf. Mikill sam- gangur var milli þessara tveggja manna og fjölskyldna þeirra og hafa Árni og Kristján því þekkst ffá þvi þeir voru strákar. Sterkt samband er milli þeirra enn þann dag í dag og segist Kristján alltaf hafa litið á Árna sem stóra bróður. Ræða þeir oft saman í síma „um allt milli himins og jarðar, lífið yrði ansi einlitt annars. Maður verður að hafa fleira að tala um en bara viðskiptin en ég sæki líka til hans ráð og velti upp ýmsum flötum. Er það ekki tilgangurinn? Það eru þessir einrænu sem tala bara við sjálfa sig,“ segir Krislján. Enyinn sparistjórnandi Árni var maðurinn á bak við kaup fjögurra félaga á um 78 prósenta hlut Reykjavíkurborgar í Granda árið 1988. Árni hefur verið formaður stjórnar Granda og leitt fyrirtækið æ síðan. Hann hefur bjargfasta trú á útvegi sem aðalatvinnugrein þjóðarinnar og hefur mikinn metnað fyrir hönd Granda. Árni heíúr fylgt staðfastlega þeirri stefnu að kaupa ekki kvóta annars staðar á landinu og flytja í þéttbýlið heldur fjárfesta í útgerðarfyrirtækjum úti á landi. Þannig helst kvótinn í heimabyggð. Hann hefur notið virðingar innan sjávar- útvegsins og viðskiptalífsins vegna þessa. Árni ræðir venjulega stefnu fyrirtækisins á aðalfundum og þar lýsti hann því yfir fyrir nokkrum árum að Grandi hefði áhuga á sameiningu á suðvestur-horni landsins en Grandi missti af HB þegar Brim, sjávarútvegsstoð Eimskips, varð til í fyrra. Það var nokkurt áfall því að Árni hafði stefnt að sameiningu við HB um nokkurt skeið. En það eru fleiri fiskar í sjónum og nú hefur Grandi snúið sér að Þorbirni Fiskanesi í Grindavík. Má ef til vill búast við tíðindum úr þeim ranni á næstu vikum eða mánuðum. Árni fylgist einstaklega vel með aflabrögðum, horfum og 42
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.