Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2003, Blaðsíða 66

Frjáls verslun - 01.04.2003, Blaðsíða 66
„Það blasir við að sjúkdómur sem þessi getur haft mjög alvarleg áhrif á alþjóðaviðskipti," segir Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptahagfræði. draga úr efnahagsvexti í Asíu um 1/6, frá áætluðum 5,8% niður í 5% og IATA hefur spáð því að ferðamannageirinn muni tapa um 10 milljörðum þetta árið af sömu ástæðu. Hefur IATA því beðið stjórnvöld í ýmsum Asíulöndum um lækkun lendingar- gjalda og flugumferðargjalda. I Hong Kong hafa yfirvöld reynt að rninnka efnahagsleg áhrif HABL með neyðarhjálp sem nemur 1,5 milljörðum dollara og í Singapúr hefur 130 milljón dollara neyðarhjálp verið boðin fyrirtækjum sem orðið hafa fyrir skaða. Hliðaráhrif Obein áhrif eru enn meiri því um leið og dregur úr framleiðslu og sölu á varningi og þjónustu þýðir það að minna er af peningum í umferð. Þegar dregur úr ferðalögum dregur einnig úr þjónustuþætti og fólk missir vinnuna. Skemmst er að minnast viðbragða Kanadamanna þegar varað var við ferðum til landsins en þar var álitið að tapið næmi millj- örðum dollara. Fleira gerist. Til dæmis það að íjöldi manna sem hafa vinnustöð á smitsvæðum, svo sem starfsmenn stórfyrir- tækja, eru hreinlega strandaðir þar og í stað þess að fara á milli landa eins og þeir eru vanir, eru þeir nú einangraðir á sínum stað og verða að láta sér nægja að hafa samskipti í gegn um Jjar- skiptabúnað af ýmsu tagi. Kaþólska kirkjan hefur einnig stigið varúðarskref og ákveðið að veita ijöldaaflausnir eða almennar aflausnir í stað þess að syndarar setjist í bás til prestsins og fái einkaaflausn synda sinna. Slæmt fyrir albióðaviðshiptin „Það blasir við að sjúkdómur sem þessi getur haft mjög alvarleg áhrif á alþjóðaviðskipti," segir Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptahagfræði. „Fyrst og fremst í ferðaþjónustu en þó auðvitað miklu víðar því að mikið af alþjóðaviðskiptum byggir á því að farið sé á sýningar og í heimsóknir til annarra landa til að finna nýjar vörur og hug- myndir. Ef illa gengur að koma því heim og saman hefur það Markús Möller, hagfræðingur hjá Seðlabanka íslands: „Ég sé að svo stöddu ekki að bein áhrif verði mikil nema hvað austurlenskir markaðir gætu orðið rýrari og þar með t.d. minni sóknarfæri fyrir sjávarafurðir í bili." slæm áhrif, bæði í heimalandinu og útflutningslandinu. Atvinnu- vegir sem hafa með ferðalög að gera verða illa úti og það jafnvel í löndum þar sem veikinnar hefur ekki orðið vart því að það dregur úr ferðalögum um allan heim. Þar að auki hefúr alþjóð- legum samkomum og þingum verið aflýst víða og ekki nóg með það heldur einnig smærri viðburðum eins og brúðkaupum og bíóferðum. Allt þetta telur og sameiginleg áhrif eru gríðarleg. Því þegar fólk ekki fer út að skemmta sér eða gerir sér daga- mun, selst minna af öflu sem þar kemur við sögu, t.d. mat á mat- sölustöðum, gjöfum og þar fram eftir götunum." Erfitt að SPá „Það er að mínu mati feikilega erfitt að spá fyrir um hefldaráhrifin á heimsbyggðina,“ segir Markús Möller, hag- fræðingur hjá Seðlabanka Islands. „Fyrst verður það ferða- mennska sem verður fyrir barðinu á þessu, að hluta til og einkum og sá hluti af viðskiptum sem byggist á beinum sam- skiptum. Miklu af almenna viðskiptahlutanum má kippa í flðinn með nútímatjarskiptum og breyttri verkaskiptingu milli höfúð- stöðva og staðbundinna starfsmanna. ÖUu verra verður ef smit berst með vörum. Það á þó að vera hægt að koma í veg fyrir, þar sem þetta virðist ekki bráðsmitandi og væntanlega síður eftir því sem þéttleiki fólks er minni. Einkabíllinn mun kannski sækja á gegn almenningssamgöngum, - þarf breytir kannski ekki miklu hér á landi. Svo mun meðferð batna hratt: Blóðvatn úr afturbatasjúkflngum reynist víst sæmilega á sýkinguna og hver veit nema bóluethi komi hratt. En fyrstu árin verða mjög erfið fyrir t.d. Taíland og Bali og aðra ferðamannastaði í SA-Asíu en síður í löndum þar sem innanlandsferðamennska kemur í stað mifliríkjaferðamennsku (t.d. hér).“ Framtíöin? „Eg sé að svo stöddu ekki að bein áhrif verði mikil nema hvað austurlenskir markaðir gætu orðið blankari og þar með t.d. minni sóknarfæri fyrir sjávarafurðir í bili. Þó virðist 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.